Andvari - 01.01.1931, Blaðsíða 50
<16
Síra Eirlkur Briem, prófessor.
Aiidviri
margvísleg efni. Fylgdist hann til æviloka vel með í
nýungum og framförum erlendis og heimsviðburðum á
stjórnmálasviðinu; t. d. las hann endurminningar hern-
aðar- og stjórnmálamanna í heimsófriðnum jafnóðum sem
þær komu og hafði mikla ánægju af að rökræða um
atburði ófriðarins og tildrög þeirra.
Eiríkur vann sjaldan á helgum dögum, en sótti þá
jafnan kirkju, gekk úti sér til hressingar, las nýfengnar
bækur, eða stytti sér stundir með viðræðum. Á sunnu*
dagskvöldum að vetrinum spilaði hann oft 2—3 stundir,
ef völ var á spilafélögum; spilaði hann nær eingöngu
vist eða l’hombre. Var hann góður spilamaður og fylgdi
spilinu af áhuga og líkaði miður, ef spilamennirnir spil-
uðu klaufalega eða fylgdust illa með. Hann var í öllu
mikill hófsmaður; við tækifæri neytti hann víns með vin-
um sinum, en ávallt í mesta hófi.
Eiríkur var fremur hár vexti og beinvaxinn, fyrirmannlegur
f sjón og prúðmenni í allri framkomu. Hann var skarpleitur
i andliti, sviphreinn, augun skýrleg, gráblá að lit, og með
þeim einkennum, sem títt er í Briemsættinni. Á yngri árum
var hann dökkjarpur á hár og skeggið rauðleitt, en
varð hvítur fyrir hærum á efri árum. Ef hann var þögull
eða hugsandi, hvíldi djúpur alvörusvipur yfir andlitinu.
En í viðræðum um hugstæð efni birti yfir svipnum og
var sem andlitssvipurinn ljómaði af gleði og áhuga.
Hann hafði óvenjugott minni, skarpan skilning og
var sérstaklega íhugull maður. Komu þessir hæfileikar
hans skýrt í ljós í störfum þeim, sem hann leysti af
hendi. Hann var mikill fróðleiks- og lærdómsmaður, og
gáfum hans var þannig háttað, að hjá honum var þekk-
ingin »á vöxtum*. Hún varð honum efniviður til sjálf-
stæðra íhugana og frumlegra nýrra ályktana, er báru
ávöxt í framkvæmdum hans. Hann var t. d. stærðfræð-