Andvari - 01.01.1931, Qupperneq 57
Andv«ri
Fiskirannsóknir.
53
alveg saman, ef hún fyllist skyndilega, og er þá sjálfsagt
að draga inn; við svona tækifæri getur vindan líka gefið
eftir, svo að eitthvað rennur út á strengjunum. Skip
höfðu undanfarið fengið 7—15 skipta poka í drætti, oft
10-skipta. Það var heldur farið að draga úr aflanum,
þegar við vorum þar í þetta skipti, því að við fengum
aldrei meira en 8-skipt og sjaldan meira en 5-skipt.
Gæði fisksins voru ekki að sama skapi mikil og
»>ergðin. Það var að vísu eintómur þorskur, eins og
vant er á Bankanum, en hann var fremur smár (ungur,
mest 8 og 7 vetra fiskur, gotinn 1922 og 1923) 0 og
ðvenju-magur, bæði á fisk og lifur, en þó einkum á
Hfrina (hún ekki nema J/3—ty2 af vanalegu lifrarmagni);
hann var ekki mjög magur að sjá, en lausholda og
vatnsborinn. Svipað var um fiskinn (þorsk) annarsstaðar
við landið þetta ár og lítið betra fyrra helming ársins
1930, hvernig sem á því hefir staðið. Samfara þessu
var það, að Ioðna var óvenju lítil við sunnanvert landið,
h®ði árin, en mikil fyrir Norðurlandi um sama leyti og
hún er annars vön að vera við Suðurströndina (í marz
°8 apríl); er ekki ólíklegt, að hún hafi haldið sig norð-
Ur í höfum þessi árin, vegna óvenju mikils sjávarhita og
þorskurinn því farið á mis við hana, jafnvel við norðan-
vert landið, og því ekki náð vanalegum holdum2).
^essari megurð hefir ekki borið á á öðrum fiski, eins
°8 t. d. á ufsa, enda lifir hann allmikið á annari fæðu
en þorskurinn, t. d. á augnasíli mjög mikið; en af því
er mikil mergð fyrir norðan land á sumrin og fyrir
Samkv. rannsóknum mag. Árna Friðrikssonar.
2) Einnig mælli sstla, að þorskmergðin hefði verið meiri en
Pað. að nóg hefði verið ati handa henni í ajónum „»ett of mikið
* 1 hagana*.