Andvari - 01.01.1931, Page 59
AndvarJ
Fiskirannsóknir.
55
ég ráð fyrir, að þetta hafi verið sviljasafinn (sæðið),
sem pressast hefir út úr fullþroskuðum (rennandi) svilj-
nm hænganna í pokanum, og hafi nú um leið pressast
mikið af eggjum úr hrygnum, sem samtímis vorn ó-
hrygndar með þroskuð hrogn, í pokanum, er sennilegt
að frjóvgun hafi getað farið þar fram af sjálfu sér. En
að þessu atriði mun ég víkja nánara áður en ég skil
við Bankann.
Ég skýrði frá því í síðustu skýrslu, hvaða fiskateg-
undir helzt væru á Selvogsbanka, svo ekki er þörf á
að gera það nú, enda var fátt um aðrar fiskategundir
en þorsk, hann var svo að segja einvaldur þar, að
tninnsta kosti við Hraunið og á því. Af ýsu var varla
«óg til soðs, einstaka >grallarar< (stórir skarkolar)
óætir af hor fengust á Leirnum. Engin lúða. Af ufsa var
najög fátt og allt úthrygndur fiskur (sbr. síðustu skýrsla,
bls. 57). Fáeinar síldir fengum við í vörpuna; það var
allt vorgjótandi (nýgotin) stórsíld, og voru þorskegg í
tnögum tveggja. Þessar fáu síldir, sem alltaf verður vart
við í vörpunni eða í fiskamögum á Bankanum á vetrar-
vertíðinni, sýna að töluvert slangur hlýtur að vera þar
ðf henni, úr því hún þó lendir í vörpunni, sem er alls
ekki löguð fyrir síldveiðar.
Meðan við vorum á Bankanum virtist mér verða
nokkur breyting á fiskinum önnur en sú, sem hrygn-
lnsin hafði í för með sér: hann virtist yfirleitt braggast
°8 verða lifrarmeiri og yfirleitt stærri, en þó gat það
ef til vill hafa stafað af því, að nýtt skrið eða nýjar
Söngur hafi verið á ferðinni. Þegar við höfðum verlð á
Bankanum í viku, var fiskurinn farinn að tregast eða
verða brigðull, og það líkar Guðmundi skipstjóra aldrei
hl lengdar. Höfðu 2—3 togarar þá verið komnir í Jökul-
diúpið og sögðu allgóðan afla þar. Réð hann því af að