Andvari - 01.01.1931, Qupperneq 61
Andvari
Fiskirannsóknir.
57
Var því haldið um kveldið 6uður í Flóa, með því áformi
að stanza á Sviðinu og bæta þar á sig smáfiski, en þar
sem það gat tafið skipið frá afgreiðslu, þegar í höfn
kaemi, varð ekkert úr því, heldur haldið rakleiðis til
Reykjavíkur og lagzt þar að bryggju kl. 2 um morgun-
inn^ eftir 9 daga útivist.
Ég gat þess áður, að aðal-erindi mitt á Selvogsbanka
var í þetta sinn að gera mér enn gleggri grein en áður
fyrir því, hve mikíl brögð mundu vera að því, að þorska-
e9S frjóvguðust »af sjálfu sér« á togurum og öðrum
skipum, sem slægja fiskinn »glóðvolgan« upp úr sjónum,
begar egg og sviljasafi blandast saman við slæginguna.
Es gat um það í síðustu skýrslu (bls. 60), að mér hefði
tekist, með mjög einföldum áhöldum, að klekja, án frek-
sri frjóvgunar, eggjum, sem ég safnaði á skipsdekkinu,
svo langt, að greinileg fósturmyndun var sjáanleg í þeim.
En það var ein lítil veila í aðferð minni, sem ég var
hræddur um, að hefði getað haft einhver áhrif, og nú
vildi ég gera þriðju tilraunina, þannig, að þessi veila
kæmi þar ekki til greina, og sjá svo útkomuna.
Veilan var í því fólgin, að sjórinn, sem ég klakti eggj-
unum í, var ýmist tekinn úr dekkslöngunni, sem fær
hann í sig inn um op, með stórgataðri síuplötu fyrir,
niður á botni skipsins, eða úr litlu blikkmáli, sem ég
sökkti í sjóinn aftur á skipi í bandi, og tók hann svo
npp á bátadekkið, þar sem ég hafði »klakstöð« mína,
en þess að ég hefði gáð nógu vel að því, að engin
borskegg hefðu komið með úr sjónum utan að, frjóvguð
e29. sem hefðu svo klakizt innan um eggin, sem ég
hafði látið í glösin. Nú síaði ég og athugaði sjóinn svo
ra2kilega, að ég var fullviss um, að hann væri eggjalaus
°9 engin »utan að komandi« egg blönduðust hinum,
auk þess, sem ég gekk úr skugga um, að í fyrri skiptin