Andvari - 01.01.1931, Blaðsíða 62
58
Fiskirannsóknir.
Andvari
hefðu heldur engin þesskonar egg borizt með sjónum í
klakglösin. Otkoman var sama og áður: mörg eggin
höfðu frjóvgast og klöktust svo meira eða minna, eins
og ég skai stuttlega skýra frá.
Annan daginn sem ég var á Selvogsbanka fengum
við þegar fisk með rennandi hrognum og sviljum. Tók
ég þá nokkur hundruð egg og lét í 4 »SYltetöjs«-glös,
sem ég fyllti með 7,3° heitum sjó (það var yfirborðs-
hiti sjávarins), sem nú var krökur af ýmsum svifeggjum
(mest þorsks) í klakningu. Hengdi ég glösin upp í
tómri kjöttunnu aftur á bátadekki og gat byrgt hana á
nóttunni gegn kulda, ef þess þurfti með, því að á reið,
að hitinn héldizt sem jafnastur og líkastur því sem var
f sjónum, en þar var hann 6,8—7,5° þessa daga. Eina
nóttina, milli 25. og 26. apríl, komst hitinn í loptinu
niður undir 0° og í glösunum niður í 2—3° og næstu
nótt lítið eitt niður fyrir 0°. Vildi ég ekki hætta á það
að láta glösin vera í tunnunni um nóttina og flutti þau
inn í stýrishús og þar voru þau í 6—12° hita til morg-
uns, sjórinn í þeim náði sama hita, án þess að sakaði.
Svo hlýnaði aftur í veðri og glösin voru flutt aftur í
tunnuna. — Á öðrum degi drápust mörg af eggjunum
(sennilega egg sem ekki höfðu frjóvgast) en úr þvf
mjög fá, og voru þá 2—300 egg í hverju glasi eða vel
1 þúsund alls. Dauðu eggin urðu fljótt ógagnsæ og
sukku til botns og tók ég þau öðru hvoru burt með
glerpípu, sem ég jafnframt hafði til þess að tæma gamla
sjóinn úr glösunum með. Eftir 4—5 daga fór að bera á
fósturmyndun í öllum eggjunum og þegar við héldum
heim, eftir viku frá því að ég tók eggin til klakningar,
voru augu sýnileg í öllum og fóstrið greinilega hring-
lagt undir hýðinu. En því miður varð ég að taka glösin
heim með mér, þegar heim kom og hafa i þau sjó af