Andvari - 01.01.1931, Qupperneq 66
62
Fiskirannsóknir.
Andvari
skammt undan landi (nú þurfti ekki að óttast land-
helgina!).
Kl. 8i/4 var kastað: nótin róin kringum eina af álit-
Iegustu torfunum og eftir rúma klst. var búið að króa
um 400 mál (= 600 tnr.) af stórsíld í nótinni: fór það
allt vel og kl. 10 var búið að innbyrða (háfa) alla síld-
ina og koma henni fyrir þar sem hún átti að vera, í
stíum á dekkinu1). Svo var kastað aftur í litla torfu,
með litlum árangri og svo tvisvar til, með tveggja—
þriggja tíma millibili og svo góðum árangri, að við hötð-
um fengið 800 mál (1200 tnr.) kl. 4 og héldum til
lands með aflann, með síldartorfur á bæði borð, inn
með Grænuhlíð, en skipstjóri vildi ekki taka meira en
það sem rúmaðist á dekki, því að það er svo vont verk
að losa úr lestinni, þegar að landi kemur og þar var
nóg fyrir af síld.
Næsta dag, rétt fyrir hádegi, fórum við aftur út.
Norðan til í Út-Djúpinu óð síldin uppi í mörgum breið-
um á stóru svæði, með miklu busli og á hraðri ferð
inn (undan smokkfiski?). Við þurftum því ekki lengi að
leita og köstuðum strax, með góðum árangri og vorum
þarna til og frá næstu daga og komum inn með uffl
1500 mál að kveldi 3. ág. — Svo komumst við ekki
út fyrri en líðandi hádegi 6. ág, Þá hafði síldin verið
farin að gerast brigðul þeim sem úti höfðu verið, enda
verið kalt í veðri (5—7°) og smokkfiskur í Djúpinu und-
anfarna daga. Fórum við fyrst inn í Djúp, inn undir
Æðey, í leit, en fundum enga síld, og snerum því út
aftur og út úr Djúpinu og leituðum úti fyrir Rit og
Aðalvík um kveldið og næstu nótt, en sáum ekkert fyrri
1) Ég hefi í pistli mínum í Lesbók Morgunblaðsins líst snyrpi'
aðferðinni all-ítarlega og læt það nægja.