Andvari - 01.01.1931, Síða 74
70
Fishirannsóknir.
Andvari
var í yfirborðinu eitt kveldið; ég hafði ekki séð hann
þar áður, svo að hann hefir elt átuna þangað, en engin
6íld var með, enda kom hún aldrei inn í fjörðinn með-
an veiðin stóð yfir.
Ég gat ekki rúmsins vegna farið frekar út í þetta
mál hér, enda hafði ég það til meðferðar í síðustu
skýrslu, bls. 70—72, en að lokum vil ég benda fiski-
mör.num, sem veiða síld í snyrpinót á, að gott væri að
hafa bæði háf á stöng eða til að sökkva niður, og hita-
mæli, helzt fiskimanna-vendimæli, eða að minnsta kosti
mæli sem mæla mætti með hitann í sjó, sem tekinn
væri upp með flösku úr efstu 10—20 fðm. sjávarins.
Það gæti gefið ýmsar nytsamar bendingar um návist
síldarinnar og átunnar i hvert einstakt skipti.
Þá er að minnast á hvalina og síldina. Mest bar á
hrefnunni. Við sáum hana á flestum veiðisviðunum. í
Djúpmynninu og úti í kringum Ritinn sást ein og ein »
senn. Voru þær að sveima í kringum síldartorfurnar,
eða hjá þeim, án þess að þær sæjust hafa nokkur
styggjandi áhrif á þær; í eitt skiptið, er kasta skyldi í
stóra torfu, kom hrefna upp í henni og skipti henni í
tvennt; það var kastað samt og fengust 200 mál. í ann-
að skipti ruddi hrefna sér þvert yfir torfu (tók sig upp)
svo að torfan hvarf, en að vörmi spori var hún upP1
aftur; var svo kastað og aflinn 60 mál. Út af Grímsey
voru síldartorfur uppi á víð og dreif 9. ág. og nokk*
urar hrefnur og 1 háhyrna á sveimi meðfram þeim, án
þess það virtist styggja síldina hið minnsta; ýmsir kost-
uðu og fengu góð köst. Út af Ritnum voru 5 háhyrnuf
(2 vaxnar og 3 ungar) lengi rétt hjá okkur, en þar vaf
þó engin síld uppi, svo ekki var auðið að sjá áhrif
þeirra á síldina; aftur á móti lentu víst þær fullorðnu í
bardaga við stórhveli (hnúfubak?) kippkorn frá okkur