Andvari - 01.01.1931, Page 96
92
Fiskirannsóknir.
Andvari
stjóri í Nesi eina síld með rennandi hrognum, þar úr
flóanum, en þetta sumar enga. 1926 er sennilegt, að
hún hafi gotið í Reyðarfirði um sumarið (sbr. Ægi XIX,
nr. 8, bls. 151), en aðrar upplýsingar um hrygningu
síldar við Austurland hefi ég ekki. Ég tek þetta fram
af því, að erindreki Fiskifélagsins getur þess í skýrslu
sinni í 10. tbl. Ægis 1930, að það sé mál manna í
Seyðisfirði, að smásíldin og millisíldin, sem ég gat um
hér að framan, að hefði veiðst þar í vor sem leið, vaeri
gotin þar í firðinum, væri uppalin þar og héldi sig þar,
þar til hún væri kynsþroskuð.
Við þetta er það að athuga, að varla getur um vor-
gotna síld, sem gýtur hér við land síðari hluta vetrar,
verið að ræða, því að þá er hitinn í Austfjörðum lægri
en það, að klak geti farið fram (lægsti hiti til þess 5°),
en væri um sumargoísíld að ræða (lægsti klakhiti 8°),
þá mundu hinar klöktu lirfur berast sem svifseiði (en
eggin klekjast í botni) út úr firðinum og suður með
landi, og óvíst hvort sá stofn mundi nokkurn tíma koma
aftur í Seyðisfjörð. Sú smásíld, sem sést í Austfjörðum,
hefir að sjálfsögðu borizt þangað norðan fyrir land,
líkt og þorsk- og ufsaseiðin: En hún getur svo vaxið
upp í fjörðunum, en verður að fara áður en lýkur til
hrygningar, vorgotsíldin suður fyrir land og hin líklega
flest árin líka. Ég gæti annars trúað því, að firðirnir
eystra væru yfirleitt ekki hentugir fyrir síldarklak, djúpir
og leirbotn, nema uppi við fjörur; bezt hrygningarsvæði
hygg ég að vera grunnin við sum fjarðarmynnin og á
milli þeirra og grunnið fyrir Hólmalandi í Reyðarfirði.
Austfirðingar veiða nú síldina bæði með gamla laginu,
í lagnet og landnætur og (í Reyðarfirði) í kvíanet
(stauranót), og með nýja laginu. Norðfirðingar eru þð,
að dæmi Færeyinga, farnir að festa 3 lagnet saman