Andvari - 01.01.1931, Page 98
94
Fiskirannsóknir.
Audvari
þarfarinnar á því að geta komið síldinni í peninga með
sæmilegum ábata og tiltækilegasta leiðin hefir þeim
litist, að komið yrði upp síldarmjölsverksmiðju, sem ríkið
ætti og nægilega stórri fyrir Austurland. Ekki eru menn
þar á eitt sáttir um það, hvar hún ætti að standa, en
ákveðin krafa hefir komið frá Seyðfirðingum um það,
að hún yrði reist á Seyðisfirði, sem kunnugt er orðið.
An þess að ég vilji fara nokkuð langt út í þetta
nauðsynjamál Austfirðinga, vil ég benda mönnum á, að
hæpið mundi verða að byggja síldarmjölsverksmiðju á
fjarðasíldinni einni saman, því þótt bjartsýnir menn
eystra hyggi nú nýja síldaröld vera að byrja þar í
fjörðunum, líkt og »í gamla daga«, þá hefir það1 viljað
reynast svo, á þessum 60—70 árum, sem síldveiðar hafa
verið stundaðar þar, að síldin hafi verið stopul, komið
3—7 ár og svo horfið á milli eins lengi eða lengur
(sbr. skýrslu mína 1898, Andv. XXIII. bls. 110—117).
Að vísu er snyrpinótin komin til sögunnar og gerir
fjarðaveiðina öruggari, ef síldin gengur í firðina og með
henni (og með reknetum) má veiða síld á rúmsjó, þótt
hún gangi ekki í firðina. Þá verður spurningin, hvort
veitt sé að staðaldri svo mikið úti fyrir Austurlandi, að
hún nægi til þess að »fæða« verksmiðju af þessu tægi.
þótt ekki væri nema ein og lítil. Úr því verður reynslan
að skera, því að fyrirfram vita menn lítið um það. Síð-
an Norðmenn byrjuðu veiðar á rúmsjó hér við land,
hafa þeir lítið sem ekkert veitt fyrir Austurlandi, nema
eitthvað lítilsháttar á Bakkafjarðarflóa. Hefðu þeir orðið
þess vísari, að nóga síld væri að fá þar, er ekki ólík-
legt, að þeir hefðu sett upp stöðvar á Austfjörðum-
Þetta bendir í þá átt, að ekki sé þar eins álitlegt til
síldveiða og fyrir Norðurlandi. Hinsvegar er það víst,
að all-mikil síld er stundum á þessum slóðum. 1926