Andvari - 01.01.1931, Qupperneq 105
Andvari
Fískirannsóknir.
101
var nú lítiB um að vera, eins og vant er á sumrin,
þegar allir sem heima eru hafa nóg a9 gera við fisk-
hurkun, heyskap, fuglaferðir, fiskiflotann o. fl. Það var
nú Iítið farið á sjó, til fiskjar, þó var sitt af hverju að
fá úr honum: Heilagfiski og annan flatfisk, vanalegan
sumarfisk og síld. — Þorsteinn í Laufási aflaði stór-
flyðru og skötu austur í Fjallasjó og sendi það til Eng-
lands með enskum togara, þegar til hans náðist. Gisli
Magnússon lét báta sína stunda kolaveiðar með dragnót
og aflaðist einkum þykkvalúra; var aflinn seldur f sænska
íshúsið í Reykjavík. — Svo reru einstaka menn á smá-
bátum til þess að afla í soðið og fengu stútung, þyrsk-
I>ng, kurlýsu og steinbít, góðan afla. í júní hafði verið
afarmikil kurlýsuafli um tíma sunnan við Heimaey, og
ýsan troðin af einhverjum hrognum (síldarhrognum? ýs-
a* er mikil síldarhrognaæta í Norðursjónum), sem hún
hafði etið. Með henni höfðu verið stórufsatorfur, sem
voru að elta pokasmokks?-torfur. Pokasmokkur kemur
oft að Eyjunum í torfum i júlí, en hefir sýnt sig lítið
s>ðustu árin. Með honum er oft fiskur. Vanalegur
smokkur kemur líka oft að Eyjunum í júlí—ág., og
ff*mir stundum síldina burt, ef hún er þá fyrir (»Víðir«,
'fe—30). — Lönguafli var enginn í vor, né í sumar, og
fffið farið í Háfadjúpið. Ég ætlaði að fá einn formann
i'l að fara, en það mistókst. — Afli á síðastl. vetrar-
vertið var með lang-mesta móti og fiskmergðin feikna
oiikil, meiri en dæmi eru til áður, en fiskurinn var
f^emur magur, þó ekki eins og árið áður, og óvana-
ie9a smár.1) Fullur helmingur af lóðarfiskinum var
*) Samkv. aldursákvör&unum sem mag. Árni Friöriltsson geröi
þessum fiaki, var allur þorri hans (yfir 60%) átta vetra (árg.
1922), líkt og annarsstaðar við landið. Væntanlega er mikiö eftir