Andvari - 01.01.1931, Blaðsíða 107
Andyari
Fiskirannsóknir.
103
fcegar von er á hinni pöntuðu, og svo getur íshúsið
ekki tekið á móti nema því sem pantað er, og sé það
ekki nema 300 tnr., þá er auðséð, að það hrekkur
ekki Iangt handa nær 100 bátum; þó var nú verið að
stækka frystinn. En á meðan Vestmeyingar geta ekki
aflað sér nægrar síldar sjálfir, ætti að liggja nær fyrir
þá, að fá síld frá Austfjörðum; þaðan er æði mikið styttra
að flytja hana, en frá Norðurlandi, en þá yrðu Aust-
fjarða-íshúsin að geta fryst síldina til burtflutnings —
Kka til Hornafjarðar, meðan Hornfirðingar geta heldur
ekki tekið síldina úti fyrir hjá sér á sumrin. Það er
margt eftir ógert hjá oss enn, hvað síldveiðar og hagnýt-
ing síldar snertir og ólagið, sem er á öflun' beitusíldar,
er hræðilegt og féð sem fyrir hana verður að gefa
út úr íshúsum á veturna þungur baggi á útgerðinni.
Hvali varð lítið vart við kringum Eyjarnar þetta
sumar, þó sáust allmargar hrefnur og háhyrnur og einn
eða fleiri stærri reyðarhvalir (langreyður?) við syðri
eyjarnar einu sinni í júlí.
Hin síðari árin hafa verið reist all-mörg fiskhús mið-
uð við þarfir mótorbátaútgerðarinnar, þar sem fiskurinn
er saltaður og veiðarfæri o. fl., sem að útgerðinni lýtur,
er geymt. Eru þau úr steinsteypu, og hin myndarleg-
ustu, að ekki sé talað um hin stóru fiskverkunarhús
þeirra Gísla Johnsen og Gunnars Ólafssonar. Ég skoð-
aði eitt af hinum nýjustu, hús Ársæls Sveinssonar. Það
er tvílyft; á gólfinu er slægt og fiskurinn saltaður, og
^æla til að taka sjó til þvottar. Á neðra lopti er geymd-
ur þurkaði fiskurinn og þar er íbúð fyrir verkafólk og
vermenn, en á efra lopti eru netin og allt annað af á-
böldum geymt. Kostaði húsið 50 þús. kr. Bátur Ársæls
aflaði 90 þús. síðastl. vertíð og ætti að geta gefið mikið
1 aðra hönd, ef verð væri sæmilegt á aflanum og út-