Andvari - 01.01.1931, Blaðsíða 110
106
Fiskirannsóknir.
Ancivari
70—80 cm, mjög dökkur á baki (legufiskur?), magi
tómur eða með niðurburð (sióg og síldarbeita). All-
margir þegar útgotnir, en flestir ógotnir og langt frá
hrygningu. Af öðrum fiski var mjög fátt, ýsa varla til
soðs, fátt af ufsa, nokkuð af steinbít og karfa, löngu, smá-
skötu, náskötu og tindaskötu, fátt af sandkola og skráplúðu.
Það er vaninn í Grindavík, að legufiskurinn gefi sig
upp um og eftir sumarmálin og er því oft mikill afli
(»skota«) síðustu 2—3 vikur vertíðarinnar; svo var og
þessi ár. Síðari árin hefir safnast saman í Grindavíkur-
sjónum fjöldi mótorbáta frá Faxaflóa og Sandgerði og
nokkurir gufubátar með lóðir sínar, eftir sumarmálin og
valdið all-miklum vandræðum á miðunum, þvi að þeir
leggja lóðir sínar með landinu (A og V), en heimamenn
undan landi (N og S). Verða úr þessu flækjur og spjöll
á veiðarfærum og afla og er bráðnauðsynlegt að ein-
hverju skipulagi yrði komið á um lagningu Ióðanna.
Fiskifélagið gekkst haustið 1929 fyrir samtökum miIH
formanna, er hlut eiga að máli í þessa átt, en úr þeim
varð ekkert, en þau þurfa að koma meðan lögreglu-
valdið getur ekki kippt þessu í lag.
Ég minntist í upphafi stuttlega á hina skjótu og
miklu aukningu fiskiskipastóls Grindvikinga síðustu 4 árin
og hafa þeir sýnt í því mikla framtakssemi, sem hefir
líka gefið þeim ríkulegan afla. En þeir eiga við all-
mikla erfiðleika að stríða, svo sem dýran flutning að
sér á nauðsynjum, eins og salti og frá sér á afurð-
um, þegar það er flutt á bílum, dýra beitusíld o. fl., en
erfiðast er þar með uppsátur og aðstöðu við sjóinn til
að koma aflanum í hús og með þrautalendingu í brimi-
Bátana verður að setja á Iand eftir hvern róður; það
er gert með gangvindum og vírstreng, en þeir eru ekki
öruggir, nema uppi á há-kampi, ef stórflóð og brim fara