Andvari - 01.01.1931, Blaðsíða 120
116 Hýsina »v*it*bÝl». AnJ»a'i
við útveggi, eíðan um einn metri af súð og þar næst
lárétt loft. Að þessu er allmikill sparnaður; veggirnir
verða lægri, skammbitar styttri og gluggar ná alla leið
upp að þaki, og þarf þvi ekki að steypa fyrir ofan þá-
Þakskegg er ætlazt til að sé úr timbri, en þar eð mjog
ríður á, að þar sé vel um búið, ættu menn að leita sér
fullra upplýsinga um gerð þess, áður verk er hafið. í
þessu húsi er engin sérstök geymsla, nema fataskápur-
inn í fordyrinu og búrskápar í eldhúsi. Það verður því
að vera reist í sambandi við >gamla bæinn*, þar sem
væntanlega eru sæmilegar geymslur, eða, ef um nýbýli
er að ræða, mætti gera geymslur úr torfi og grjóti að
fornum sið, iíkt og sýnt er á uppdrættinum, og ætti það
hús að geta verið alger heimilisiðnaður. Þak þess verður
að vera vatnshelt og ná út á ytri brún veggja. Hús,
með veggjum vel hlöðnum úr grjóti og þurru torfi og
siðan vatnshelt þak á, geta enzt afar lengi, ef nokkurt
lag er á. Það er því bæði skaði og skömm, hve iítil
rækt hefir verið lögð við hina fornu húsagerð.
Torfbæina notuðum við í þúsund ár. Senniiega hefir
þeim yfirleitt hnignað frá sjónarmiði stíls, fyrirkomulags
og frágangs, eftir því sem aldir liðu. Síðast voru þeir
yfirgefnir sem ónýtur arfur, og t þess stað ginið við
erlendum byggingaefnum og stílleysum, með þeirri áfergju,
sem vanalega er samfara vanþekkingu. Þó kæmi mér
ekki á óvart, að þeir ættu enn eftir að rísa upp, breyttir
og lagaðir, eftir kröfum og þörfum nýrri tíma.
Smíð áðurnefnds húss er yfirleitt mjög einföld og
auðveld, og stafar það mest af því, hve lágt það er.
Veggirnir eru hvergi hærri en um 2lU metri yfir jörð,
og til samanburðar er vert að athuga, að steyptir stafnar
á þeim húsum, sem venjulegast eru reist í sveitum, eru
um 7 metrar yfir jörð. Svo háir veggir eru ekkert við-