Andvari - 01.01.1919, Blaðsíða 19
Andvari.]
Síra Friðrik J. Bergmann
XV
úð hjá honum. Að nokkru leyti kann það að liafa
stafað af því uppeldi, sem hann liafði fengið og því
lífsstarfi, sem hann hafði valið sér. En þetta átti líka
vafalaust rætur í eðlisfari sjálfs hans. Siðferðilegi
slrengurinn var þar sterkastur allra. Eg heyrði hann
einu sinni í samkvæmisræðu biðja menn að fyrir-
gefa sér, að hann væri ævinlega »presturinn«; hann
gæti ekki að því gert. Hann var presturinn í ritdóm-
um sínum eins og annarsstaðar.
Síra Friðrik var alþjóðamaður að þekking og víð-
sýni. En íslendingur var hann ekki síður fyrir því.
Hann var altaf að hugsa og tala og rita um ísland
og íslenzk málefni. Misjafnlega var það þegið hér
heima, bæði ádeilugreinir þær, sem hann ritaði á
fyrstu prestskaparárum sínum um deyfðina og rolu-
háltinn í andlegu lífi þjóðar vorrar og eins það, sem
hann tagði til sumra veraldlegra mála liér í »Breiða-
blikum«. En hvern dóm, sem menn kunna að kveða
upp um þær ritgerðir hans, þá er eitt víst: allar vóru
þær samdar af óslökkvandi kærleika til íslands.
Síra Friðrik var fríður sýnum á yngri árum. Eg
minnist þess, hve glæsilegur mér fanst hann þegar
eg sá hann fyrsta skiftið, í Winnipeg 1886. Með aldr-
inum varð hann magur, þreytulegur og heilsuleysis-
legur, enda mjög hniginn að heilsu síðari árin. Pó
gat ekkert unnið svig á fjörinu í augunum. Hann var
töfrandi skemtilegur. í viðræðum, fjörugur, fræðandi
og þýðlegur. Hann var með afbrigðum vel máli far-
inn á mannfundum og gerði alt Ijóst og lifandi, sem
hann fjallaði um; og í röddinni var Ijúfur, laðandi
hreimur. Hagsýnn maður var hann í fjármálum, og
honum innhendist víst oft mikið. En örlætið var ekki
síður. þau heimili liafa víst ekki verið mörg með