Andvari - 01.01.1919, Side 22
2
Stjórnarbylting á skólasviðinu
[Andvari*
skólastarfið oft fremur tamning en uppeldi, og fræða-
troðningur með próf eitt að takmarki. Siðgæðið, sem
kept er að, er þá oft ekki annað en að sitja kyrr,
þegja, spyrja ekki. Er þessu siðgæði náð með utan-
aðkomandi þvingun, fremur en innri hvöt barnsins.
Fellur svo skólastarfið í þröngar skorður vanans, og
fær á sig einkenni dauðans fremur en lífsins. Er þá
brýn þörf á nýjum lífsstraumum, nýjum takmörkum
til að keppa að, nýjum aðferðum við að nálgast þau
og fremur öllu öðru góðri samvinnu.
Eg ætla að segja í fám orðum frá því úrræði, sem,
að sambljóða áliti uppeldisleiðtoga, hefir lyft skólun-
um mest og bezt; sem hefir breytt þeim úr verk-
slæðum, þar sem börnunum hefir verið þröngvað til
að lesa, skrifa og reikna, í uppeldisstofnanir, sem
skila þjóðinni góðum, framtakssömum og starfhæf-
um, hugsandi mönnum og konum, sem kunna að
lifa saman og starfa saman. Fetta úrræði er nám-
stjórn (Supervision).
Það þætti óhyggilega að verið, í hvaða starfsrekstri
sem er, ef starfsmenn væri sendir að verki án leið-
sagnar. Sú þjóðbraut yrði einkennileg, sem bygð væri
án verkstjóra og án samvinnu. Sú staðreynd er aug-
ljósari en svo, að orðum þurfi um að eyða, hve leið-
sögn er nauðsynleg á öllum sviðum starfs og fram-
kvæmda; að verja fé til góðrar verkstjórnar er sparn-
aður. Skólinn er þar engin undantekning.
Engin nauðsyn er bráðari en sú að koma á sam-
vinnu á öllum sviðum skólastarfsins. Og sú sam-
vinna kemst trauðla á, nema undir forustu leiðtoga.
Hvað á námstjórnin að gera?
Eitt af aðalstörfum námstjóra er að heimsækja