Andvari - 01.01.1919, Page 23
Andvari|.
Stjórnarbylting á skólasviðinu
3
kennara og athuga kensluna. Það er eftirtektarvert
að sjá, hve bæði kennarinn og börnin gleðjast oft af
því að sjá námstjórann koma inn í kenslustofuna,
þau vita, að hann á ekki annað erindi þangað en
að hjálpa. Góðir námstjórar tala ávalt við kennar-
ann um kensluna, en oftast dregur hann það einn
til tvo daga, því að mikla hugsun þarf til að finna,
að hverju leyti kenslan var góð, hvar henni var á-
bótavant, hver ráð sé til bóta og hvernig þau verði
framkvæmd á beztan hátt. Sitt á við hvern kennar-
ann og hverja kensiustundina. Það má heita svo, að
árangurinn af verki námstjórans sé að miklu leyti
kominn undir því, hve honum tekst að skilja og
þekkja kennarann og koma á hjálpfúsri og einlægri
samvinnu. Margir námstjórar byrja samtal um kensl-
una þannig, að gefa kennaranum færi á að gefa yfir-
lit yfir og skýringar á því, sem ábótavant liefir verið,
þvi að oft veit hann það alveg eins vel og hver ann-
ar, og er þá óþarfi af námstjóranum að teíja það
alt upp. Verk hans er einkum að finna sterku hlið-
ina á kenslunni og nota hana fyrir grundvöll til að
byggja á, því að öll námstjórn á að starfa að því
að byggja upp, fremur en rífa niður.
Ef námstjóri finnur að, þá á kennarinn heimtingu
á, að hann gefi ráð til bóta.
Það er misráðið, sem sumstaðar hefir átt sér stað,
að námstjóri gangi fram hjá beztu kennurunum, með
þeirri hugmynd, að um góða kenslu sé ekkert að
segja. Fái kennarinn lof hjá námstjóra, á hann einn-
ig heimtingu á að fá að lieyra ástæðurnar fyrir lof-
inu, og jafnvel ráð til frekari endurbóta; því að
fullkomin kensla er að eins hugsjón, sem ekki verð-
ur fullkomlega náð í framkvæmd. Stundum finst
*1