Andvari - 01.01.1919, Side 26
6
Stjórnarbylting á skólasviðinu
[Andvari.
skrá léttir kenslustarfið. Hún hefir lista af bókum
og köflum, sem hæfastir eru eftir þroskastigum
barnanna og má kennarinn velja úr; þar eru og til-
lögur um aðferðir en lítið af valdboðum. Hún kem-
ur á heilbrigðu samræmi í kenslu alls skólans. —
Kennarinn veit, að hverju hann á að snúa sér. Hann
þarf ekki að óttast, að nauðsynlegum atriðum sé
slept, eða það sama sé margendurtekið.
Námskrá getur verið ómetanleg hjálp fyrir kenn-
arana, en hún getur líka verið skaðvænn þröskuldur
öllum góðum framkvæmdum. Það verður hún vana-
lega, þegar hún fæðist á skrifstofum þeirra, sem ekki
fást við kenslu. Pað verður hún og, þegar hún er
sniðin eftir dauðum námsgreinum og fræðakerfum,
en ekki eftir þörfum, áhugamálum barnsins. Enn
fremur þegar hún er sniðin eftir þörfum, sem nem-
andinn kann að meta eflir tuttugu ár, en vanrækir
þarfir æskunnar, svo sem störf og leiki.
Það kostar mikið nám, rannsóknir og tilraunir,
og góða, ötula og endalausa samvinnu allra, sem
við kensluna fást, að semja lifandi, þroskandi nám-
skrá.
Það er eftirtektarvert að kynna sér námskrárnar í
borgum og ríkjum eins og þær eru nú og eins þær
voru fyrir tuttugu árum. Námskrár gamla skólans
voru litlir bæklingar, oftast ekki annað en tilskip-
anir um að læra svo og svo margar siður í vissum
námsbókum í hverri deild skólans. Námskrár nýja
skólans eru mikil verk, oft allstór bók í hverri náms-
grein. Byrja þær oft á því að greina frá undirstöðu-
atriðum góðrar kenslu, til þess að gefa öllum kenn-
urunum sameiginlegt takmark að stefna að. Er svo
byrjað á fyrsta tímabili fyrstu deildar og svo framvegis