Andvari - 01.01.1919, Side 30
10
Stjórnarbylting á skólasviðinu
* [Andvari.
úr sömu bókinni. Það er og hvöt fyrir nemandann að
ná í eitthvert mikilsvert atriði og segja áheyrilega frá
því ef hann veit, að aðrir hafa áhuga á því; um slikt
getur ekki verið að ræða, þegar barnið veit, að allir í
bekknum vita það, sem það hefir að segja, þá er í raun
og veru um enga virkilega álieyrendur að ræða, og er
það mjög ólíkt þvi, sem tíðkast í daglegu lífi manna.
í meðferð allra viðfangsefnanna er sífeld samvinna
og samtöl. Veitir svo skólinn æfingu i því, sem mik-
ilsverðast er og nauðsynlegast öllum þjóðum, öllum
einstaklingum, sem sé, að lifa saman í bróðerni og
samúð og að vinna saman að heill fjöldans. Að hve
miklu leyti þetta hlutverk hepnast, er bezti mæli-
kvarðinn á menningu og siðgæði þjóða og einstakl-
inga.
Tilbúningur námskrár heimtar einkum nám og
rannsóknir á tveimur sviðum: á sviðum sálfræðinn-
ar og félagsfræðinnar. Fyrst og fremst þurfa þeir er
semja hana að kynnast sálarlífi barnanna. Barnið
hefir verið að læra alt frá fæðingu og þangað til
það kemur í skólann, það hefir lært meira tiltölulega,
en líkindi eru til að það læri á nokkrum öðrum
jafnlöngum hluta æfiunar. Það hefir því allmikið af
þekkingu. Það hefir og ýms áhugamál, oftast sterk-
ari áhuga en fullorðni maðurinn, þótt hann sé vana-
lega ekki eins langvarandi á hverju sviði. Það hefir
mikinn forða af venjum og eðlishvötum, þar á meðal
þrá til að vita og rannsaka. Því er meðfædd sterk
hvöt til félagsskapar, og því er lífsnauðsyn á starfi
og hreyfingu. Alt þetta þarf að hafa í huga þegar
námskrá er samin. Sá skóli, sem brýtur góðar eðlis-
hvatir barnsins á bak aftur, tekur frá því það, sem
það hefir áhuga á, en heldur að því öðru, sem er