Andvari - 01.01.1919, Síða 35
Andvari.]
Stjórnarbylting á skólasviðinu
15
Hvaða gagn er að slíkum mælingum?
Fyrst vil eg telja það, er eg álit mestu varða, sem
sé skynsamlegri llokkun barna niður í bekkina. Eitt
af orsökunum til þeirrar stórkostlegu eyðslu, sem á
sér stað .í skólunum er sú, að næstum því öllum
börnum í skólanum, sem eru á sama aldri, er fengið
sama verkefnið. Mönnum hefir jafnan skilist, að
llokkun barnanna er ekki sem nákvæmust, en aldrei
höfðu menn ímyndað sér það fyrr en menn þreifuðu
á því með rannsóknum, að fjöldi barna í neðri
bekkjunum standa mörgum efstubekkingunum framar
að andlegum þroska, leikni og jafnvel þekkingu.
Hvað leiðir af slíkri flokkun?
Mörg börn eru þremur til fjórum árum á eftir
bekkjarsystkinum sínum að andlegum þroska, jafnvel
þólt þau sé eldri að árum og líkamsvexti. Þau geta
ekki fylgst með hinum, sem þjóta fram úr öllu óðara
en þau geta áttað sig á því. Þegar þau hætta að
skilja það, sem farið er með, þá hverfur áhuginn á
því. Öll kepni er borin fyrir borð. Til hvers er fyrir
haltan mann að reyna sig við þá, sem eru afburða
fóthvatir.
Hvað hafa þá slík börn lært, er þau yfirgefa skól-
ann? Eitt er það, sem þau hafa lært til hlítar, það
er að leggja árar í bát. Þau hafa sannfærst um það
á hverjum degi, hverri kenslustund, að þau væri
eftirbátar annara. Þeim hefir orðið að vana að byrja
hvert verk með þeirri sannfæringu, að þeim mundi
mishepnast, og þeim hefir orðið að trú sinni eins og
°ft vill verða. Enginn vegur er vissari til ósigurs en