Andvari - 01.01.1919, Page 39
Andvari.]
Stjórnarbylting á skólasviðinu
19
liefir verið vöxtur þeirra og þroski. Þau hafa fengið
leikni í lestri, skrift og reikningi. Nú er það komið
all-greinilega í ljós, í flestum tilfellum, að hverju
þau hneigjast. Nokkur þeirra hafa efni, hæfileika og
löngun til að ganga mentaveginn, sem kallað er, en
það hafa þau ekki öll. Meiri hlulinn snýr sér að al-
mennum störfum í páinni framtíð; og þau börn
mega með engu móti hröklast úr skólunum án frek-
ara undirbúnings.
í lýðfrjálsu landi á einkunnarorðið að vera; »Ment-
un lianda öllum«. Sem betur fer, eru nú ílestir
horfnir frá þeirri meinloku, að hlutverk skólans sé
að vinsa úr bókhneigða fóikið og gefa því einu á-
gæta mentun, en láta fjöldann eiga sig. Upp að tólf
ára aldri er uppeldið i einum farvegi, en þá kvíslast
það í ýmsar greinir eftir eðli, ástandi og framtíðar-
horfum nemendanna. Tekur þá við þriggja ára ungl-
ingaskóli, sem gerir annað tveggja að brúa skarðið
yfir í æðri skólana eða búa nemandann undir lífs-
starfið. Þeir leilast við að lengja skólaveruna um eitt
ár fyrir þeim, sem ekki ætla sér frekara nám og
hindra þá frá að taka til starfa óundirbúnir.
Bezt er að þessir skólar sé í sérstakri byggingu.
í barnaskólanum hefir hver kennari sinn hóp og
kennir honum llestar námsgreinir. í unglingaskólun-
unum kennir hver kennari vissa námsgrein, sem
hann hefir sérþekking í. Hefir hann víst herbergi
þar sem áhöld lians og bækur eru. Flytja svo hóp-
arnir sig úr einni stofu í aðra.
Velja nemendur um námsgreinir. Er lagt ríkt á,
að valið sé vandað í samráði við aðstandendur og
fyrir kennara. Nemendur útskrifast úr námsgreinum,
ekki deildum eða bekkjum.
•2