Andvari - 01.01.1919, Síða 40
20
Stjórnarbylting á skólasviðinu
[Andvari,
í þessum skólum eru margbreyttar námsgreinir,
eftir því, hvort nemandinn ætlar að snúa sér að
vissri iðju, verzlun, hússtjórn eða frekara bóknámi
o. s. frv. En allar hafa þær meira og minna bók-
nám, meira og minna verklegt nám.
Hafa margir af þessum skólum lag á að draga úr
kostnaðinum með því að frgmleiða j'mislegt, sem
notað verður í skólanum eða selt utan skólans.
Verður auðvitað ekki hjá því komist, að slíkir skólar
verði dýrir vegna véla, áhalda og efnis, en þeir eru
augasteinn fólksins. Það finnur, hvað feitt er á stykk-
inu og skilur, hver lyftistöng þeir eru fyrir um-
hverfið.
Samanburður á aðferðum og ástandi.
Eg hefi nú skýrt nokkuð frá gildi skólarannsókna
gagnvarl ílokkun nemenda. Vil eg nú snúa mér að
gildi þeirra með tilliti til samanburðar á öllum svið-
um uppeldisins.
Þegar vali leikur á því, hver af tveimur aðferðum
sé betri, eða ef menn vilja vita, hve miklu betri
önnur þeirra sé, þá er það reynt á þennan hátl:
Sjötíu börn eru valin úr skólanum. Eru að eins val-
in þau börn, sem hafa við tilraunir reynst sem allra
jöfnust. Er þeim skift í tvo jafna hópa. Hverjum
hóp er fenginn kennari. Eru þeir hafðir eins jafnir
og hægt er. Sinn kennarinn hefir hverja aðferðina.
Ástand barnanna er mælt áður en þeir byrja kensl-
una og eftir að þeir hafa kenl vissan tíma. Er svo
gildi aðferðanna dæmt eftir þeim breytingum, sem
börnin hafa tekið. Tilraunin er endurtekin í mörg-
um skólum, og þegar tugir þúsunda af börnum með