Andvari - 01.01.1919, Síða 53
Andvari.]
Fiskirannsóknir 1917 og 1918
33
ana. Á Bankanum sjálfum er lóðin ekki hentug,
vegna }>ess, hve hotninn er þar grýttur og miklar
festur.
Meðan eg dvaldi á Bakkanum fór einn mótorbát-
ur út á Banka, eða öllu heldur út í Selvogssjó; all-
aði hann á 60—70 fðm. dýpi, 4—6 sjómílur út af
Selvogstöngum, á færi á tveimur sólarhringum, 120
þorska, feitan íisk með hafsíld í maga, 100 löngur
(slórar og miðlungs), 80 keilur (stórar og miðlungs),
nokkuð af stórufsa, fáeina smáufsa, 2 lúður og eina
skötu. Enn fremur fékk hann nokkura tugi af stór-
síld í reknel og fékk jjannig beitu handa sér í úti-
vislina og töluverðan afgang, með litlum kostnnði.
Svipaður var aflinn hjá þeim mólorbátum, sem fóru
á Bankann í júni og framan af júlí. 1 byrjun júlí
hafði verið mikið af hafsild í þorskinum og hann
þá fengist töluvert upp í sjó og stórufsi óð ]>ar of-
ansjávar; en síld fengu þeir þó ekki i reknet með
hji" riðli og sökl var 8 fðm.
Tveir bátar fóru út með Krisuvíkurbcrgi og út i
Hælsvík þessa daga og öíluðu þar mikið af þorski
og stútungi á -40 — 60 (ðm. dýpi og annar þeirra
fékk auk þess töluverl af stór- og niiðlungsýsu og
lýsu, nokkuð af miðlungskeilu, 1 stóran karfa og
fáeinar lúður.
Af öllu þessu má sjá, að töluvert er að gera á
þessmn miðum á sumrin; þar má fá góðan afla
með tiltölulega litlum kostnaði, en reynslan verður
að skera úr því, hve stóran mótorbálaflota hann get-
ur borið, o: hve mikil fiskmergðin er og hve mikla
veiði hún þolir, án þess að dvína. En þess má einn-
ig gæta, að þar er líka oft sild, en að eins smásild
og millisíld inni á grunnmiðum, einkum I’orláks-
Andvari XLIV. 3