Andvari - 01.01.1919, Blaðsíða 56
36
Fiskirannsóknir 1917 og 1918
[ Andvari.
Fáeina seli (landseli, láturseli) sá eg við Ölfusár-
ósinn. Far er oft allmargt at þeim. Þaðan slangra
þeir allvíða út um sjó og eta fisk eða rífa úr netum,
jafnvel vestur í »Foruin« (Þorlákshafnarsjó) og gera
á þann liátl nokkur spell, en meira munu þeir þó
eta af lausum íiski af ýmsu tagi.
Fer«l til (írindttvíkur.
Eftir nokkurra daga dvöl heirna fór eg lil Grinda-
víkur, var þar nokkura daga og safnaði þar aldurs-
ákvörðunargögnum í viðhót við það sem eg fékk þar
sumarið áður og verður síðar í þessari skýrslu greint
frá rannsóknunum á þeim í einu lagi. I Grindavík-
ursjó, milli Krísuvíkurbergs og Reykjaness eru víða
góð sumar-fiskiinið, einkum í Hælsvík og á »Víkun-
um« austan við Reykjanes; dýpið á þessum miðum
er frá 15 til 50 fðm. og botninn víðast hraunbotn
og fiskurinn mest þyrsklingur og stútungur, sem lifir
mest á krabbadýrum og slöngustjörnum, eða á sand-
síli, þar sem sand- eða leirboln er, en hann er ó-
víða. Aldurinn á þessum fiski er, samkv. aldurs-
rannsóknum á breistri á harðfiski af þessum slóð-
um, 21/*—372 árs eða þar í kringum, eftir því iive-
nær á sumrinu hann er veiddur, (sbr. aldur á Grinda-
vikurfiski síðar). Þar bætist við mikið af smá- eða
miðlungsýsu og lítið eitt af lýsu. A dráttalóðir
(skötulóðir) afla menn )>á og oft töluvert af skötu
og einslaka lúðu, þorsk og löngu, en af þess konar
afia mætti efiaust fá þar mikið alt sumarið, ef farið
væri lengra út í djúpið þar út af Víkinni, hið víð-
áttumikla svæði milli Reykjanesgrunnsins og Sel-
vogsgrunnsins1), eins og betur verður vikið að síðar.
1) Petta djúp lief'ir hlolið nafnið Selvogsdjúp (Selvogr