Andvari - 01.01.1919, Síða 59
Andvari.]
Fiskirannsóknir 1917 og 1918
39
inn að klettunum. Akrnesingar, sem voru þar hjá
mér, sögðu að það væri »hann léttir«. Það er í fyrsta
sinni, að eg heíi haft tækifæri til þess að fá fulla
vissu um, livaða hval fiskimenn hér nefna þessu
nafni, og get þess því liér.
Akrnesingar hafa löngum verið góðir flskimenn
og ötulir til veiða. Nú eiga þar heima 15 mótorbát-
ar, sem flestir liggja við í Sandgerði á vetrarvertíð,
og lieiman að gengu þaðan 25 róðrarbátar og fengu
mikinn afla; sumt af aflanum selja þeir nýtt í Reykja-
vík og flestar vænar lúður, sem þeir fá heima fyrir
(einkum í kringum Þormóðssker) selja þeir í
Reykjavík.
Eg hélt heim 3. ágúst, eins og áður er getið um.
Ferð til Suðuruesja.
20. ágúst gerði eg mér ferð suður í Njarðvikur,
út á Miðnes (Sandgerði) og þaðan inn í Garð, Leiru
og Keflavík, aðallega til þess að kynna mér þær
breytingar í fiskiveiðum og hugsunarhætti fiski-
rnanna, sem hafa fylgt með mótorbátaveiðum þar
syðra og svo sjá ýmsa þá staði þar, sem helst eru
mótorbátalægi nú þar syðra og athuga sem bezl
með eigin augum, þá staði þar, er helzt hefir verið
lalað um að gera hafna- eða lendingabætur á op-
inberan kostnað. Eg valdi því til þessarar ferðar
dagana rélt fyrir stórstraum, og gat því verið á stöð-
unum, þegar mest var fjaran.
Eg fekk mér far með mótorbát frá Höskuldarkoti
í Njarðvíkum og gisti þar fyrstu nóttina. Formaður
bátsins og eigandi, Magnús Ólafsson í Höskuldarkoti,
má hiklaust leljast einn hinn allra fremsti i flokki
yngri fiskimanna við Faxaflóa nú og jafnvel þótt