Andvari - 01.01.1919, Blaðsíða 61
Andvari.]
Fiskirannsóknir 1917 og 1918
41
varin í öllum áttum, nema NNA. Víkin er 1 km. breið
á milli Hákotstanga og Iílapparnefs hjá Höskuldar-
arkoti og er um 5 fðm. djúp um fjöru þar í opinu,
en 3 fðm. þar sem bátarnir liggja; að henni liggur
lágt land á allar hliðar og golt á Iand að leggja, en
boln víðast möl, nema lítill leirblettur á legunni.
Til hafnarvirkja er óþrjótandi efni í klöppunum út
með sjónum hjá Ytri-Njarðvík og mjög skamt að
flytja. Par hygg eg auðgerðasla höfn syðra.
Frá Njarðvik fór eg að Sandgerdi og dvaldi þar tvær
stórstraumsfjörur yfir; fekk eg því góða hugmynd utn
bátaleguna við þessa iniklu, nýlízku verstöð Suður-
nesja, mótorbátaverstöðina mestu hér á landi i svip-
inn, þar sem stunduin liggja á vetrarvertið alt að 80
stórir og smáir mótorbátar í einu, og saman er kom-
ið á sjó og landi um þúsund manns.
Nú var alt hljótt og rótt í Sandgerði og að eins
fáir ílutningabátar lágu þar, en Ólafur Porsleinsson,
verzlunarstjóri þeirra Haralds Böðvarssonar & Co.,
fræddi mig um það sem eg helzt þurfti með.
Höfnin er í sjálfu sér allgóð fyrir smáskip, enda
þótt hún liggi fyrir opnu Atlantshafinu, því að hún
er vel varin fyrir öllu hafróti af S. og SVV. af BjTja-
skerseyri, það eru hraunklappir og sker, sem liggja
fyrst einn km. beint út frá landi i vestur og svo
hálfan lun. til norðurs, en hún er mjög opin fyrir
NV,- og N.-hafróti, og við það bætist, að hún er alt
of grunn. Að vísu er hotninn sandbotn og allgóður
haldbotn, en sker standa upp úr (hraun sennilega
allsstaðar undir) og um stórstraumsfjöru þornar hún
á stóru svæði og stórir mótorbátar fljóta þá rétt að
eins þar sem dýpst er (9'). Væri að eins um fáa
báta að ræða, mætti hún teljast allgóð, en ineð þeim