Andvari - 01.01.1919, Blaðsíða 62
42
Fiskiraunsóknir 1917 og 1918
[Andvari.
mikla bátafjölda, sem þyrpist þar saman má segja,
að mjög sé tellt á tvær hættur, þar sem þrengslin
verða svo mikil, og kæmi ofsaveður og hafrót af NV.,
samfara stórstraumsflóði, er hætt við að stórslys
gæti orðið — jafnvel á húsum og öðrum mannvirkj-
um í Iandi. Með núverandi verði á skipum taldist
okkur Ólafi sál. (hann lézt því miður í inflúenzunni
í vetur), að 80 bátar af því tægi, sem þar liggja á
veturna, 15—20 og 30—40 tn. stórir (að meðaltali
20 tn. á 2000 kr. tn.) vera nær 3 milj. kr. virði,
fyrir utan veiðarfæri og annan útbúnað, sem ekki
telst beint til skipsins. Pað verður mikið fé.
Það er því næsta eðlilegt, að menn hafi fyrir löngu
fundið þörfina á því, að fá Sandgerðisvík gerða full-
örugga fyrir inótorbáta á velrarvertíð. Aðsóknin að
henni sýnir bezt, að hún liggur áætlega við til þess
að stunda þaðan veiðar á öllu hinu víðáttumikla og
fiskauðga svæði milli Eldeyjar og Vestrahrauns, og
margar mílur beint á haf út (Eldeyjarbankann,
Hafnasjó, Miðnessjó og utanverðan Garðsjó). Hins-
vegar verða erfiðleikarnir á því að gera þar örugga
höfn, sem alt af má leita til, hvernig sem á stendur,
mjög miklir. Það þarf að lilaða upp í sundin milli
skerjanna í eyrinni, hækka ytri eyrina og lengja
norður að mun, þrengja leiðina inn, með varnargarði
gegn norðaustan- og norðanstórsjó og loks dýpka
leiðina og sem mest af höfninni, en i henni er senni-
lega hraunbotn undir þunnu sandlagi. Alt þetta hlýt-
ur að kosta svo mikið fé, að miljónum hlýtur að
skifta, ef þá t. d. nokkur veruleg dýpkun er gerleg.
En bæta mætli liana sennilega fyrir minna fé. Ó-
kunnugt er mér, hve gott er að fá grjót í nógu trausta
garða, en sennilega er nóg af því uppi í heiðinni.