Andvari - 01.01.1919, Blaðsíða 63
Antlvari J.
Fiskirannsóknir 1917 og 1918
43
Frá Sandgerði fór eg inn í Garð, Garðurinn er,
eins og kunnugt er, mikil veiðistöð, er liggur ágæl-
lega við veiðum, þar sem hann er yzt á norðurtá
Reykjanesskagans, í þjóðbraut fyrir öllum fiskigöng-
um inn í Suðurflóann, með Miðnessjóiun á aðra
hönd og Flóann á hina, og tiltölulega nærri djúp-
miðum Fióans, Rennum og Jökuldjúpinu. En plássið
er mjög fyrir opnu hafi á allar hliðar og ekkert af
drep í neinni átt, nema S.—SV., þegar vindur stend-
ur af Iandi og engin sker né liólmar svo nokkuru
nemi úti fyrir til varnar. Mótorbátar (voru nú 4) geta
alls ekki legið þar, nema um hásumarið og getur
orðið fullslæmt þá, því að afar harðir slraumar eru
þar að jafnaði og ýfa allan sjó. Haust og vetur er
því ógerningur að slunda þar veiðar, nema á opn-
um skipum, sem setja má á land eftir hvern róður.
Lendingarnar í Gerðum (sem nú er verzlunarstað-
ur) og i Vörum (Varaós) hafa verið lagaðar tölu-
vert og á síðari staðnum fyrir opinbert fé að nokk-
uru leyti, en þar þarf nú að laga betur. Ank þess
eru Garðmenn að hugsa um að fá höfn fyrir mótor-
báta i Króksós fyrir utan Gerða. Ós þenna skoðaði
eg um blásandi fjöru. Hann er ekki annað en grunt
fjörulón, sem tæmist að mestu um stórstraumsfjöru,
en flöt fjara úr lausagrjóti og klöppum á báðar hlið-
ar og mjór og grunnur ós til sjávar. Ekki get eg
skilið, að þar geti verið að tala um að gera liöfn,
sem nokkurt verulegt lið verði að, nema því að eins
að grafið væri inn í síki, sem er fyrir ofan malar-
kambinn. En hvernig sem að væri farið, lilyti höfn
á þessum stað að verða afardýr og efni í garða ekki
t nánd niður við sjóinn, en líklega nóg fyrir ofan
plássið. Króksós var mældur ýtarlega í sumar að