Andvari - 01.01.1919, Side 64
44
Fiskirannsóknir 1917 og 1918
[Andvarú
tilhlulun landstjórnarinnar og mun verkfræðingurinn
(Kirk) víst bráðlega láta uppi álit sitt á hafnargerð
þar.
Ur Garðinum fór eg inn í Keflavík og kom við á
leiðinni þangað í Leirunni. Þar er nú einn mótor-
bátur, en þar er svipað og í Garðinum: plássið fyrir
opnu hafi (Faxaflóa). Þó er þar hetra að því leyti
að var er í fleiri átlum, SA.—V., og úti fyrir strönd-
inni, framundan Bakkakoti, er allstór hólmi og sund
fyrir innan, sem að vísu er æði grunt, en þar mætti
þó líklega laga eitthvað fyrir einhverja ekki mjög háa
fjárupphæð. Sagt var mér þar, að hafnaverkfræðing-
um mundi lítast bezt á til hafnargerðar þar í Bergvik,
við ylra enda Hólmsbergs. Þar er mjög aðdjúpt, svo
að garðar þar mundu verða mjög dýrir.
í Keflavík er töluverður mótorbátaútvegur (8 bálar
voru þar í sumar), en legan mjög slæm í NA.—A.-
átl. Ef gera ætti lokaða höfn, eða verja leguna með
öldubrjótum, hlyti það að kosta afar mikið, vegna
þess, hve víkin er djúp (10—15 fðm.), en efni er
þar nóg við hendina í Hólmsbergi og Vatnsnesklelt-
um. Menn hafa verið að hugsa um bryggju þar fyrir
mólorbáta að leggja að, en engin framkvæmd orðið
á þvi enn.
Aðsóknin að Sandgerði og þrengslin þar á vík-
inni, samfara þörfinni á vetrarfiskihöfn við úthaíið
hafa leitt til þess, að menn hafa farið að leila fyrir
sér annarsstaðar á ströndinni milli Garðskaga og
Reykjaness og hafa þá helzt fengið augastað á vogi
þeim eða vík, sem gengur inn milli Stafnneslands
og Hafna og nefnast Ósar (Ösabotnar). Hann er nál.
Ö/2 km. á breidd og 3—4 km. á lengd og skerst