Andvari - 01.01.1919, Side 67
Andvari.]
F'iskirannsóknir 1917 og 1918
47
fyrir, settir i insta brimgarð, mundu varla kosta undir
miljón, og þá yrði að dýpka leiðina inn á leguna
og sennilega er þar allsstaðar hraunklöpp undir. —
Á öðrum stöðum í Grindavík getur varla verið að
tala um neina liafnargerð. Á Víkinni fyrir austan
Stað liafa áður legið kaupskip á sumrin »svínbund-
in« í festarhæla, sem settar voru á skerin í kringum
leguna. Þar gætu ef til vill mótorbátar legið á sumr-
in, ekki síðar en á Járngerðarstaðavík, en klöpp er
þar líklega undir eins og á hinum staðnum.
Lengra austur með er svo engin mótorbátalega,
fyrri en á Eyrarbakka og Stokkseyri. Um þær hefi
eg talað í Skýrslu minni 1905 (Andv. XXXII, bls.
141) og skoðaði þær betur sumarið 1917. Báðar
þessar hafnir eru allgóð mótorbátalægi á sumrin og
hafa því þegar töluverða þýðingu að því leyti, að
þaðan má stunda mótorbáta-djúpveiðar á Selvogs-
banka og lengra vestur á sumrin; en sem vetrar-
hafnir eru þær illhæfar, vegna þess, að öll sund geta
lokast af brimi. Þessar hafnir hafa þann kost fram
yíir Ósana og Hópið i Grindavík, að það er jafn-
hátt í þeirn og úti fyrir (þó ekki í innri höfninni á
Eyrarbakka i stórstraum) og með sprengingum má
laga leiðirnar inn töluvert. Þegar inn er komið, eru
þær öruggar, því að skerjaklasinn fyrir utan er svo
margfaldur og þétlur, einkum á Eyrarbakka, að
hann brýtur sjávarkraftinn að mestu, og með því að
múra ofan á skerin, mundi mega auka öryggið mik-
ið, en aðalgallinn á þessum höfnum er, að leiðirnar
inn eru of grunnar, þegar hafrót er og hraun víst
allsstaðar í botni og því afar erfitt að dýpka að mun.
Þess vegna bafa menn á siðari árum snúið buga
sínum að Porlákshöfn, sem er gömul þraulalending,