Andvari - 01.01.1919, Side 83
Andvari.]
Fiskiraunsóknir 1917 og 1918
63
fyrir landhelgi, enda er það ekki, botnlagsins vegna,
eftirsóknarvert fyrir botnvörpuveiðar; það er að mestu
friðland fyrir uppfæðinginn.
Eins og alkunnugt er, safnast á þessum svæðum
og alt út á yzlu brúnir Selvogsbanka ógrynni af
þorski til hrygningar á úlmánuðum ár hvert. Eg
lieíl því miður sjaldan haft tækifæri til þess að á-
kvarða aldur á þessum gotfiski beinlínis, en eg hefi
fyrir mörgum árum lálið mæla allmikið af þesskon-
ar fiski úr Grindávíkursjó, til þess að fá vitneskju
um á hvaða stærð hann væri yfirleitt og á hvaða
stærð þorskuriun næði kynsþroska. (Sjá skýrslu
mína 1905, Andv. 1906, bls. 114 — 115). Af því sem
eg hefi nú fengið að vita um aldur á fiski frá suð-
urströndinni á gjótandi íisks stærð, og af því að lesa
aldur á kvörnum eða eyruggarrótarbeinum úr þess
konar íiski úr Grindavíkursjó, hefi eg fengið sæmi-
lega nákvæma hugmynd um aldur hans, eins og nú
skal sýnt verða fram á.
901 þorskur veiddur á lóð í Grindavíkursjó á 40—
60 fðm., 6.—22. apríl 1904, allur fiskurinn sem fékst
á eitt skip. (Sjá töfluna á næstu siðu).
Sé stærðin á þessuin fiski borin saman við1),
stærðina og aldurinn á fiskinum í yíirlitinu hér á
undan (frá suðurströndinni), þá sést það fljótt, að
allur þorrinn af honum hlýtur að vera fjögurra vetra
eða eldri, og að eins fátt yngra (þreveturt). Flest af
íiskinum er 70 — 105 cm langt og samsvarar það
yfirleitt 4—10 vetra aldri (mest 5—8 vetra, sbr. og
1) Viö samanburðinn niá gæta pess, að fiskurinn er veidd-
ur pegar liann er einmitt að fullkomna aldursárið, en ekki
á miðju sumri.