Andvari - 01.01.1919, Blaðsíða 88
68
Fiskirannsrknir 1917 og 1918
[Andvari.
b. Aldnrsrannsókiiir á ýsu.
í síðustu skýrslu minni gat eg þess, að eg hefði
gert aldurs- og vaxtarrannsóknir á ýsu frá vestur-
ströndinni (ísafjarðardjúpi til Miðnessjávar) og skýrði
frá árangrinum af þeim og hvaða aðferð eg hefði
haft. Síðan hefi eg haldið þeim rannsóknum áfram,
með sömu aðferð og áður (aðallega »lesið á« hreistr-
ið) og safnað til þeirra gögnum frá sömu stöðum í
Faxaflóa og við suðurströndina, og eg safnaði frá til
þorskrannsóknanna, sem eg hefi þegar skýrt frá, og
birti eg nú árangurinn.
1. 334 fiskar (miðlungs- og smáýsa) veidd á færi
á 20--30 fðm. dýpi í Faxaflóa, á sömu slóðum og
áður umgetinn þorskur (í Akranessjó), 26. júlí til 2.
ág. 1918. Það var yfirleitt fremur feitur fiskur, með
botnfæðu í maga.
Aldur vctur Tala Leiifid cm. Mt öal- lengd cin. Pynd gr- Meðal- þyngd fzr.
7 i 79 5000
6 15 54-68 62.0 1600—3500 2550
5 147 40-66 55,2 675-3000 2030
4 46 41—60 50.5 1100-2600 1550
3 103 34—50 40,9 430-1250 830
2 2 33-34 33,5 510— 650 580
Af þessum fiski voru 173 hængar, 161 hrygnur.
Þær hrygnur sem voru yfir 50 cm langar, höfðu
sýnilega gotið áður og hið sama hefir þá að sjálf-
sögðu átt sér stað um liængana af þeirri stærð, og
þá má gera ráð fyrir því, að allur fiskurinn, sem
var næstur þessu að stærð (yfir 45 cm), mundi hafa
gotið næsta vor (1919), ef hann hefði fengið að lifa.
2. 46 fiskar (miðlungs- og stórýsa), veiddir á lóð