Andvari - 01.01.1919, Síða 92
72
Fiskirannsóknir 1917 og 1918
[Andvari.
En samt er þetta mikilsverður fiskur til samanburð-
ar, því að það er fisknr, sem er að nálgast eða hefir
náð því aldurs- og vaxtarstigi, sem má merkast heita
í lífi hverrar skepnu og það æxlunaraldur og æxl-
unarþroska.
Séu stærðin og aldurinn á ýsunni, sem greint er
frá í yfirlitunum hér að framan, borin saman við
hið sama í yfirlitunum í síðustu skýrslu, þá kemur
það í ljós, að ýsan frá norðvesturströndinni (fyrir
norðan Breiðafjörð) er að sínu leyti eins stór eftir
aldri og ýsan úr Faxaflóa og frá suðurströndinni
(fiskurinn í 3. yfirlitinu er ekki tekinn með, af því
að hann er veiddur mun seinna en hinn). Eftirfar-
andi samanburður sýnir þetta glögt.
Aldur Suðurströndin Faxaflói Norðvesturströndin
vetur Tala Lengd, cm Tala Lengd, cm Tala Lengd, cm
11—12 1 81
9 1 2 72—76 28 67-87
8 4 75-84 19 68—73
7 1 1 79 13 61-76
6 1 2 55—64 15 54-68 8 63-73
5 49 46—64 147 40-66 25 55-69
4 43 42—55 46 41—60 52 41-70
3 27 38—47 103 34-50 140 36-56
2 106 24—36 2 33-34 56 30-44
Stærstu fiskunum frá norðurströndinni er slept, enda
gera þeir ekkert til, því að fiskurinn, sem er eldri
en 6 vetra, er svo breytilegur að stærð; má kalla
hann fullorðinn fisk. Annars sýnir þessi samanburð-
ur það sem sagt var áður, að ýsan, sem er á örasta
vaxtarskeiðinu, tveggja til fjögurra vetra, er að sínu
leyti eins stór, hvort sem liún er veidd við norð-
vesturströndina eða suðurströndina, og er i þessu