Andvari - 01.01.1919, Page 101
Andvari.]
Fiskirannsóknir 1917 og 1918
81
Ytri-Neslöndum gaf mér um klakið. Síðan heíir ekki
sést neitt um það á prenti, en það hefir haldið á-
fram og hefir Stefán árlega gefið mér stutta skýrslu
um framkvæmdirnar og tel eg rétt, að láta hið helzta
úr þeim koma fyrir almennings sjónir, en jafnframt
ætla eg að rifja upp aftur það sem gert hafði verið
fram að 1915, og vísa um leið um alt sem snertir
fyrirkomulag klaksins í áðurnefnda skýrslu.
Fyrsta árið, sem sýnilegur árangur varð af klak-
inu (o: að klakin seiði sáust), var 1911. Haustið áð-
ur var klakið í 3 kössum og slept út úr 2 af þeim
veturinn 1911.
1911—12 var klakið i 15 kössum og slept út að
minsta kosti 100 þús. lifandi seiðum.
1912 —13 var klakið í 20 kössum og einu eða
fleiri byrgjum (um seiðatölu óvíst).
1913— 14 var klakið í 23 kössum og tveim byrgj-
um. Það lifnaði vel í öllu, en um veturinn voru
mjög mikil snjóþyngsli og svo íylgdi á eftir afar-
mikil vatnsfylli, sem gerðu alla hirðu á klakinu erf-
iðari. Áætlað er, að út hafi verið slept 40—60 þús.
seiðum.
Nú voru smíðaðir nokkrir nýir kassar með vír-
neti fyrir endum og 1 með vírbotni og vírhillu í
miðju og eggin látin á netið, en hann gafst ekki vel.
1914— 15 var sama kassatala og byrgjatala. Þá
var klakinu safnað sem mest á einn stað, o: í lind-
irnar hjá Garði. Voru þar settir upp 12 kassar og
gert hús eða skýli ylir. Slept var út með langflesta
móti, 70 þús. í lægsta lagi áætlað eða líkl. heldur
yfir 100 þús.
1915 —16. Um klakið þenna vetur segir Stefán (í
bréfi 9. apr. 1916): ». . . en í vetur hefir það gengið með
Andvari XLIV. 6