Andvari - 01.01.1919, Blaðsíða 108
88
Framþróunarkenningar
[Andvari.
trúnni. Þeir töluðu um y>lífskraftinn«, sem væri í öll-
um lífverum; frá honum stafaði framþróun lífteg-
undanna. Þeir héldu því fram, að þessi lífskraftur
væri yfirnáttúrlegs eðlis. Kenning þessi, um lífs-
kraftinn, er komin frá Aristoteles og margir merk-
ustu og lærðustu menn þjóðanna hafa haft þá skoð-
un um rúm 2000 ár eða alt fram um miðja 19. öld.
En þá útbreiddist efnisheimspekin og úrvalskenning
Darwins og drotnaði um tíma yfir hugum manna.
Gömlu lífsskoðuninni um lífskraftinn var þá veitt
banasár.
Nú í seinni tíð kemur þó þessi gamla kenning
fram víða, afturgengin, en mjög breytt. l?annig hefir
sú skoðun komið fram og margur aðhylst hana, að
þótt líf og framþróun líftegundanna sé háð allfræð-
islegum lögum náttúrunnar og orsakasambandsins,
þá sé það óþektur lífskraftur í og með, sem leiði
framþróunina að ákveðnu, en óþektu marki. Þennan
lífskraft töldu þeir eigi yfirnáttúrlegan, heldur lög-
bundinn.
Önnur kenning um lífskraftinn, hefir náð meiri út-
breiðslu, einkum á Þýzkalandi. Þessi kenning gerir ráð
fyrir yfirnáttúrlegum lífskrafti, sem framþróun dýra og
jurta leiðist af. Fylgjendur þessarar kenningar trúa á
tilgang náttúrunnar og ákvörðun lífsins, t. d. Vogt og
Waagner, en þeir vóru áður rammir Darwinssinnar
og efnishyggjendur.
Frá þessum mönnum er sproltin hin endurborna
trú á sálarlíf dauðra hlula, sem svo eru nefndir. —
Jörðin, steinar og jurtir hafa sál eftir þeirra trú. —
Alstaðar þykjast þeir þreifa á sál, og að lífið sé að
eins sálarstarfsemi, sem lagar efnið eftir umhverfinu,
eins og hentast er. En eigi vita þeir, hvað sálin er í