Andvari - 01.01.1919, Side 109
Andvari,]
Frampróunarkenningar
89
insta eðli sinu. Þeir telja þó vist, að sálin sé án
meðvitundar í steina- og jurtaríkinu og öllum lægri
lífverum, en meðvitandi í æðri dýrum og mönn-
um.
í byrjun 19. aldar (1812) kom út merkilegt rit í
4 bindum eftir Georg Cuvier (Kývíer), franskan forn-
dýrafræðing. Hann rannsakaði fyrstur manna fornar
dýra- og jurtaleifar í jarðlögunum frá terteríatíman-
um. Hann sýndi fram á, að því eldri sem jarðlögin
eru, því ófullkomnari lífverur finnast í þeim, eða
leifar þeirra, borið saman við núlifandi tegundir. í
hverju jarðlagi fann bann sérstakar dýra- og jurta-
tegundir, ólíkar þeim, sem fundust í öðrum jarðlög-
um, eldri eða yngri. Og einnig sýndi hann fram á
það, að líftegundir í hverju jarðlagi hafa ekkert
breyzt, meðan það var að myndast. Af þessu álykt-
aði hann það, að meðan hvert jarðlag var að mynd-
ast, hefði þar lifað alveg sérstakar lífverur, en svo
hefði þær skyndilega liðið undir lok af jarðbylting-
um. Svo komu fram nýjar teg. dýra og jurla, full-
komnari en þær, sem áður lifðu. þær vóru skapaðar
og endurskapanir vóru eins margar og jarðlögin eru,
sem lííverur finnast í eða mismunandi tegundir.
Nokkru áður en 'bók Cuviers kom út, eða 1809,
reit annar franskur vísindamaður um framþróun líf-
tegundanna. Þessi maður hét Lamarck (1744—1829).
Rit hans vöktu litla eftirtekt, því að flestir fylgdu
eldri kenningum og þá vóru skoðanir Cuviers að
ryðja sér til rúms. Nú gera menn víða kenningu
hans lágt undir höfði, en dást meira að Lamarck.
— Gamla sagan: hinir fyrstu verða síðastir en hinir
síðustu fyrstir. Annarsvegar er oflof, hins vegar hóf-