Andvari - 01.01.1919, Síða 113
Andvari,]
Frampróunarkenningar
93
sem tegundin á við að búa. Þannig laga lífverurnar
sig eftir umhverfinu og lífskjörunum á hverjum slað og
tíma. Þetta er úrval náttúrunnar og hún lætur gagn-
lega eiginleika ganga að erfðum, frá foreldri til niðja,
kyn frá kyni. Smábreytingar tegundanna safnast fyrir
og sundrast aftur af tilbreyting nýrra tegunda á
löngum tíma. Við þetta myndast kynbrigði í það
óendanlega. Allar tegundir eru því komnar af kyn-
brigðum, en af tilbrigðum einstaklinganna eru kyn-
brigðin komin. — Lífsbaráttan stafar af því, að fleiri
einstaklingar fæðast í hverri tegund, en lífsviðurværi
geta fengið. Hver tegundin eyðir því annari og reynir
að ryðja sér til rúms.
Darwin og hans talsmenn færa margt þessari
kenningu til stuðnings. Helztu atriðin má minnast
hér á. Peir byggja t. d. mjög á »fósturdýrafræðinni«.
Iialda þeir því fram, sem að vissu leyti er rétt, að
fóstur allra hryggdýrategunda sé á vissu þroskastigi
með líkum skapnaði, svo að eigi sé unt að gera
mun á fóstri spendýra, fugla, skriðdýra og fiska. Á
fyrsta þroskastigi er fóstur þeirra einföld fruma, líkt
og frumdýrin eru. Á öðru stigi líkjast þau mest
»blómhvelju«, en á þriðja stigi fá þau fóstur hrygg,
sem af hryggdýrum eru komin. Á íjórða stigi mynd-
ast einskonar tálknop, báðumegin á höfðinu. Fiska-
fóstrin fá þá tálkn, ugga og annan liskaskapnað, en
spendýrafóstrin fjóra fætur og langan hala. Á 6. stigi
segja Darwinssinnar að mannsfóstrið líkist mest apa-
fóstri, en svo fer það að líkjast manni. Tálknopin,
sem þeir svo kalla, álíta þeir að bendi á uppruna
tegundarinnar til forfeðra, sem eitt sinn vóru lagar-
dýr, en halinn langi á uppruna til risavaxinna skrið-
dýra, sem lifðu á fyrri jarðöldum. Þau höfðu langan