Andvari - 01.01.1919, Page 117
Andvari.]
Framþróunarkenningar
97
sóknir steingervinganna á síðari tímum fremur stjrrki
en veiki þá trú, að í hverju jarðlagi séu óbreyttar
tegundir. Það komi vel heim við stökkbreytingakenn-
inguna og niðurstöðu Cuviers.
Baranger, nafnfrægur steingervingafræðingur, sem
allir vísindamenn dást að, heldur því fram, að erfitt
sé að trúa því eða leiða rök að því, að dýrogjurtir
með öllum sínum mikla og margháttaða mismun,
sé af einum ættstofni komin. Það þarf til þess, segir
hann, óendanlegan fjölda milliliða, en þeir finnast eigi.
Á öllum tímabilum jarðsögunnar komi fram æltirn-
ar, hóparnir og tegundirnar vel að greindar, án sam-
bandsliða. Tegundir koma fram skyndilega, og líða
einnig fljótt undir Iok, án milliliða. Hann segir, að
þetta nái eins til stórvaxinna skeldýra, sem hafi haft
beztu skilyrði til þess að geymast vel í jarðlögum.
í júralögunum eru á einum slað 15 jarðlög vel að
greind hvert yfir öðru. Hvert af þessum lögum hefir
sinar sérstöku steingervingategundir, alveg ólíkar þeim,
sem eru 1 hinum lögunum. í þessum jarðlögum
hverfa gamlar líftegundir 15 sinnum snögglega og 15
sinnum koma fljótt fram nýjar tegundir. Hver teg-
und lifir óbreylt eins lengi og jarðlagið var að mynd-
ast, |sem hún íinst í. — Eflir Darwinskenningunni
ætti þarna að finnast 15 sinnum langar, samfeldar
milliliðaraðir milli tegundanna. En 15 sinnum vant-
ar þelta. Þarna gátu þó milliliðir geymst eins vel og
tegundirnar. þarna finnast þau dýr, sem geta geymst
vel, t. d. skeldýr, sniglar, ammónítar o. s. frv. — Og
þelta sama lieyrist frá steingervingafræðingum hvaðan-
æfa. Þeir finna hvergi milliliði, heldur skgndilegt hoarf
tegundanna og skyndilega framkomu nýrra tegunda.
Þetta styður eindregið stökkbreytinga-kenninguna.
Andvari XLIV. 7