Andvari - 01.01.1919, Qupperneq 118
98
Frampróunarkenningar
Andvari.]
Eins og kunnugt er gerði Darwin ráð fyrir, að
náttúran veldi úr til æxlunar þá einstaklinga, sem
sterkastir eru í lífsbaráttunni. fetta er þungamiðjan
í kenningu hans. »Það lifir sem líllærast er« var orð-
tæki Darwinssinna. Það, sem er veikburða, vill nátt-
úran að falli sem fyrst í valinn. Það á engan til-
verurétt. Mennirnir eru þar engin undantekning. —
Barátta fyrir tilverunni (struggle for life) veldur smá-
breytingum á lífverunum. En þær einar breytingar
eru varanlegar í tegundunum, sem þeim eru hent-
ugar, eða gera þær færari um að berjast fyrir til-
veru sinni og útbreiðast á jörðinni. En það er nú
sannað, að smáhreytingar, sem koma fram af hend-
ingu á einstaklingunum, hverfa aftur i öðrum og
þriðja ættlið. Aðrar smábreytingar koma í þeirra stað,
og eins og þurka þær út: þelta gengur svo koll af
kolli.
Með kynbótum geta menn komið fram smábreyt-
ingum á dýrum og jurtum, en þegar maður sleppir
hendinni af þeim, hverfa þær aftur, og einstakling-
arnir líkjast aftur ætt sinni. Ef smábreytingarnar
söfnuðust saman og væri stöðugar og arfgengar,
eins og Darwin hyggur, þá hlyti alt dýra- og jurta-
rikið að vera kynbrigði, eða milliliðirnir milli teg-
undanna takmarkalausir. Og eigi ætti svo að vera, sem
er staðreynd, að hinn mikli fjöldi lægstu dýra og jurta
taka engum breytingum, kyn frá kyni, eða engri
framþróun. Þau eru alt af á sama þroskastigi sem þau
vóru fyrir miljónum ára. Náttúruvalið sneiðir hjá
þeiml Hver fær skilið þetta?
Á meðan ein tegund er að breytast, safna hentug-
um eiginleikum, sem hana vantar í lífsbaráttunni,
er hún illa á vegi stödd. Hún breylist eigi neitt til