Andvari - 01.01.1919, Side 119
Andvrai.]
Framþróunarkenningar
99
muna eða gagns, nema á þúsundum eða jafnvel milj-
ónum ára, eftir kenningu Darwins. En hungraðir ó-
vinir bíða eigi lengi eftir bráð sinni. Tegundir eyða
hver annari hvenær sem þeim gefst kostur á því.
Hvalirnir vinsa eigi úr þróttminstu einstaklinga í
sjónum, þeir gleypa alt óvalið, sem að kjafti kemur.
Fuglarnir leita eigi að máttminstu skordýrunum, þeir
taka það, sem næst þeim er, og gá eigi að smábreyt-
ingum úrvalsins. Engisprettan eyðir öllum jurtagróðri
þar sem hún fer yfir, svo að jörðin er á eftir'eins
og svart flag. Sama gerir grasmaðkurinn á íslandi og
víðar. þegar engisprettur falla til jarðar i biljóna tali,
er það af hendingu, en eigi úrvalskostum þeirra að
þakka, hverjar lifa þá og auka kyn sitt. — Eða þá
sóttkveikjurnar. Þær tortíma jafnt sterkum og veik-
um einstaklingum. Hákarlinn gleypir það, sem næst
honum er í það og það skifti, en spyr eigi um ætt-
göfgi eða úrvalsmerki náttúrunnar. Svona mætti lengi
halda áfram og benda á, að það lifir eigi alt af, sem
»lílTærast er«.
Darwin talar um »verndarliti náttúrunnar«. Þetta
er eitt af máttarviðum í kenningu hans. Svo sýnist,
sem ýms dýr taki á sig einskonar dulargervi svo að
þau líkjast á lit umhverfmu. Darwin gerir ráð fyrir,
að dýrin taki á sig þetta gervi á afarlöngum tíma,
sem smábreytingar kyn frá kyni þeim til varnar í
lífsbaráttunni. Það er lítt skiljanlegt, að þessi litla
tilbreyting á þúshundruð árum eða lengur, komi teg-
undinni að nokkrum notum. Dulargervi þetta er
livorki hálf eða heil vörn fyrr en það er fullmyndað.
Allir milliliðir í tegundinni meðan hún er að breyt-
ast kyn frá kyni eru hvorki »fugl né fiskur«, og því
ólífvænlegt kynbrigði. Kæmi þessir verndarlitir skyndi-