Andvari - 01.01.1919, Blaðsíða 122
102
Framþróunarkenningar
(Andvari-
ara. Hann breytti t. d. dúfum í mörg afbrigði, sem
að lokum urðu æði ólík frumkyninu. Hann bjóst við,
að náttúran gerði hið sama á öllum dýrum á löng-
um [tíma, sem hann gat gert á dúfunum á stuttum
tíma. — En það er sannreynt, að hvorki fyrr né siðar
hefir mönnum tekist að mynda með kynbótum nýja
tegund dýra feða jurta. Það eru takmörk fyrir því,
hve mikið má breyta dýrum og jurtum með kynbót-
um. Þegar úrvalskynbótum er haldið áfram i marga
ættliði, verða framfarirnar i þá átt, sem stefnt er að
mjög litlar og hverfa að lokum. — Og þegar kyn-
bótunum er hætt, og náttúran má vera einráð, úr-
kynjast einstaklingarnir, hinir áunnu kostir hverfa
eftir fáa ættliði, og uppruna eðli þeirra kemur fram,
eins og það var í tegundinni, áður en kynbótin
hófst.
Með víxilfrjóvgun má að vísu mynda nýja kyn-
unga, sem kallað er, sem fengið hafa vissa eigin-
leika kynfasta, en þeir fá þó eigi aðra eiginleika né
eðli, en það, sem var i eðli foreldranna eða ætt þeirra.
Hér er því eigi um nýja tegund að ræða. Af þessu
leiðir meðal annars, að þrátt fyrir það, þótt Kín-
verjar hafi öldum saman lálið misþyrma fótum stúlku-
barna, þá fæðast alt af stúlkubörn, eins og piltbörn,
með eðlilega stórum fótum. Það þarf alt af að end-
urtaka misþyrminguna því að hún hefir engin áhrif
á kynið, því að náttúran hatar þetta. Dr. Weismann
skar rófu af músum í 22 ættliði, hvern eftir annan,
en öll afkvæmi þeirra, 1592 að tölu, fengu alt af
fulllanga músarófu. Svipaðar tilraunir hafa verið
gerðar á öðrum dýrum, og niðurstaðan ávall orðið
hin sama.
Þá mælir á móti kenningu Darwins sú sannreynd,