Andvari - 01.01.1919, Page 124
104
Framþrounarkenningar
[Andvari.
kenning, Lamarcks-kenning og stökkbreytinga-kenn-
ing. Darwins-kenningin hefir langflesta fylgjendur
meðal vísindamanna. Henni fylgja einkum gamlir
vísindamenn á Englandi, sem tóku ástfóstri við hana
i æsku. Margir Frakkar, eldrí og yngri, fylgja ákaft
Lamarck, eða þá bræða saman kenningar Darwins og
Lamarcks. Þeir kalla sig Ný-Lamarckinga af því að
þeir fylgja honum eigi að öllu leyti. Þjóðverjar eru
löngu hættir að fylgja Darwin, nema Háckel. —
En ef litið er til útbreiðslu þessara kenninga fyrir
utan vísindaheiminn, einkum meðal upplýstra al-
þýðumanna, þá má telja víst, að þar hafi Darwin
enn þá langmest gengi, en stökkbreytingatilgát-
una þekkja nú fæstir alþýðumenn, enda er hún svo
ung.
Höfundur stökkbreytingatilgátunnar er hollenzkur
grasafræðingur Hugo de Vries. Hann gaf út bók í
tveim bindum 1900—1903, um tilraunir sínar ájurt-
um. Hann hefir sýnt það svo að eigi verður á móti
borið, að nýjar jurtategundir myndast í náttúrunni
skyndilega. Hann gerði einkum tilraunir með eina
jurtategund, sem kölluð er: »Lamarcks náttljós«. —
Jurt þessa tók hann þar sem hún óx vilt. Hann tók
eftir því, að allir einstaklingarnir vóru eigi eins, og
fann tvö ný afbrigði eða tegundir af jurtinni komn-
ar fram, þar sem hún hafði lengi vaxið. En út af
þeim komu alt af jurtir óbreyttar, eða alveg eins og
móðurjurtin, En þegar hann sáði fræjum hinnar
hreinu, óbreyttu nátlljóstegundar, komu fram 10 af-
brígði af henni, og þau vóru öll ólík móðurjurtinni.
Petta reyndi hann árum saman og á 8 árum komu
þannig fram 7 alveg nýjar jurtategundir, ein með