Andvari - 01.01.1919, Blaðsíða 127
Andvari.]
Framþróunarkenningar
107
og jarðlögin með líftegundum eru mörg, og að teg-
undirnar væri óbreytilegar. Hann sýndi fram á, sem
nú er margsannað, að h»ert jarðlag hefir sínar sér-
stöku líftegundir.
Það er heldur eigi gott að neita þessari byltinga-
kenningu Cuviers, því að menn þekkja eigi vel nátt-
úru og veðráttu fyrri tíma. Það vantar t. d. mikið á að
menn skilji það vel, hvernig kolalög hafa myndast
norður á Spitsbergen eða jökulbreiða ógurleg á Perm-
tímanum nálægt miðbaug í hitabeltinu. Jarðfræðingar
hafa fundið rök fyrir því, að skyndileg breyting befir
sumstaðar orðið á afstöðu milli láðs og lagar. En
að sama skapi liefir veðurfarið á þeim stöðum breyzt.
Því að breyting hefir þá orðið á hafstraumum og
loftstraumum. Bylting í lífi tegundanna gat því auð-
veldlega orðið af þessum orsökum, eða þá af öðr-
um eðlis- og efnalegum breytingum á umhverfi þeirra.
Af snöggri breytingu á umhverfinu hefir eðli djTra
og jurta tekið snöggum, tilsvarandi breytingum, svo
að öll afkvæmi, sem koma út af þeim hafa komið
fram sem nýjar tegundir, ólíkar foreldrum sínum. —
Þessar nýju og fullkomnari tegundir hafa fengið þá
eiginleika, sem þeim var hentast á hinu breylta um-
hverfi, eðá þær gátu samlagað sig umhverfinu og
breyttum lífsskilyrðum.
Þá má nefna enn þá eitt, sem styður stökkbreyting
i lífinu og það eru skoðanir manna á aldri jarðar-
innar og jarðlífsins, sem nýlega eru framkomnar. —
Danvin hélt því fram, að tilgáta sín um úrvalið,
sem orsök til tegundamjmdunar, gæti eigi verið rétt,
nema með því móti, að lífið á jörðinni væri minst
100—200 miljóna ára gamalt. Margir fyrstu fylgis-
menn hans héidu einnig þessu fram. En Háckel tók