Andvari - 01.01.1919, Side 128
108
Framþróunarkenningar
lAndvari,.
dýpra í árinni. Hann sagði, að lífið á jörðinni hlyti
að vera 10 biljóna ára gamalt, úrvalskenningin yrði
að byggjast á svo löngum tíma, á styttri tíma hefði
framþróun dýraogjurta, samkvæmt henni, eigi getað
átt sér stað. Aðrir Darwins-sinnar vildu sælta sig við
eina biljón ára eða jafnvel 500 miljónir ára.
Allar þessar tölur eru þegjandi vitnisburður um
það, að Darwins-sinnar vita lítið um aldur jarðar-
innar. Þær undirstöður, sem þeir hafa bygt þessar
háu tölur á, eru nú að reynast ærið gallaðar og
vafasamar. Margir jarðfræðingar hallast nú að því,
að allur aldur jarðarinnar geti eigi verið meiri en
100 miljónir ára, og að meiri hluta þess tíma hafi
þurft til þess að gera hana byggilega lifandi verunu
Og fyrir því eru færð mörg rök af merkum eðlis-
fræðingum nú á síðari árum, að dýr og jurtir hafi
eigi getað lifað á jörðinni í meira en 10—15 milj-
ónir ára.
Darwin og æstustu fylgifiskar reyndu að færa rök
fyrir því, að maðurinn hefði lifað á miocene-tíman-
um, en síðan væri 3—5 miljónir ára. Lyell neitaði
þessu, og taldi hitt sennilegra, að maðurinn hefði
lifað á jörðinni í 100—200 þús. ára. En hinir nafn-
kunnu vísindamenn Pfaff og Schaaffhausen færðu
sterk rök fyrir því (1890), að aldur mannsins á jörð-
inni væri um 10 þúsundir ára.
Aldur jarðarinnar hafa menn einkum reiknað eftir
þykt jarðlaganna. En þessi grundvöllur er harla óná-
kvæmur, því að þótt menn athugi, hve stórár mynda
þykk leir- og sandlög með framburði sínum á viss-
um tíma, og reikni svo myndunartíma jarðlaganna
eftir því, þá er það óábyggiiegt. Enginn veit, livert
þau náttúruöfl, sem nú naga löndin, kletta og fjöll,