Andvari - 01.01.1919, Síða 130
110
Framþróunarkenuingar
[AndTarl.
reiknuðu þeir á vísindalegan hátt og rannsökuðu
eyrina vísindalega.
Það eru nú eigi meira en 3000 ár síðan Tróju-
borg var eyðilögð, en þó er hún sumstaðar komin
90 fet i jörðu en hvergi minna en 60 fet, að þvi er
Schliemann hefir sannað. En eftir kenningu Lyells,
á því, hve jarðlög á þurru sé lengi að myndast, ætti
að vera minst liðin 400—500 þúsundir ára síðan sú
borg féll í rústir!
Allar þessar háu tölur Darwins-sinna vóru nauð-
synlegar til þess að styðja úrvalskenninguna eða gera
hana sennilega. En nú koma nýir menn og stryka
þessa háu tölur úl og sanna það með góðum rök-
um, að allar þeirra tölur eða útreikningar eru út í
bláinn, gerðir af handahófi.
En nú skulum vér snúa oss að öðrum kenn-
ingavillum Darwins-sinna, og áhrifum þeirra á lífs-
skoðun manna.
Eins og kunnugt er hélt Darwin því fram, að mað-
urinn væri runninn upp úr dýraríkinu, kominn út
af spendýrategund, í ætt við apadýrin. En Háckel
o. íl. hafa talið manninn kominn út af útdauðri apa-
tegund. Alt eru nú þetta ágizkanir, sem eigi er hægt
að rökstyðja. Darwin lætur því að mestu leyti ó-
svarað, hvernig hinir fyrstu ættfeður manna og dýra
hafi tilorðið á jörðinni, en virðist þó helzt hallast
að því, að þeir hafi verið skapaðir. Seinna kemur
það hert fram, að hann liyllir fremur sjálfskviknun-
arkenningu Lamarcks og ýmsra annara efnishyggju-
manna (Materialista).
Margar undarlegar tilraunir hafa verið gerðar til
þess að sanna, að maðurinn væri dýr, og ekkert
annað. Ýmsir Darwins-sinnar hafa með ofurkappi