Andvari - 01.01.1919, Page 138
118
Framþróunarkenningar
[Andvari.
fædd. — Hitt er sennilegra, að hver aðal-flokkur
dýranna hafi þroskast sér, en eigi út af einum og
sama frumstofni, sama er um jurtirnar að segja. —
Darwin talar um 4—5 lægstu frumverur, sem alt líf
stafi frá. En ef 4—5 gátu myndast, þá gátu þær eins
verið 1000, eða hver tala, sem maður vill nefna. —
Og alstaðar á jörðinni gat líflð fyrst orðið til. Og
hví skyldi eigi hafa getað tilorðið frumstofn til nýrra
líftegunda, eins á Permtíma, Devanstíma og á Kam-
brisiutímanum eða nokkru þar á undan?
Vöntun milliliða, milli aðal-líftegundanna og flokk-
anna, bendir eigi á það, að allar núlifandi verur sé
frá einum frumstofni komnar. Og stökkbreytinga-
kenningin heimtar eigi þann skilning á framþróun
lífsins. Góð rök hafa verið færð fyrir því, að maður-
inn hafi aldrei verið á lægra þroskastigi, en elztu
steinaldarmenn, því að þeir sé hinir fyrstu menn
jarðarinnar, eða forfeður núlifandi manna. En þá er
spurningin: Hverníg kom maðurinn fyrst fram á
jörðinni? Þeir sem aðhyllast stökkbreyting líta svo á,
að hann sé skyndilega kominn út af einhverju spen-
dýri, með stökkbreytingu — sem sérstök líftegund,
æðsta og fullkomnasta vera jarðarinnar með sérstakri
lífsákvörðun og óendanlega miklum möguleikum til
andlegrar og líkamlegrar fullkomnunar. Svo tekur trú-
in við um guðdómsneista hans og ódauðlega sál.