Andvari - 01.01.1919, Page 149
Vitakerfi Islands.
[Vitar á íslandi eru eigi enn komnir i viðunanlegt horf og nokkuð
•sundurleitar skoðanir þeirra, sem uin það mál fjalla mest. Fyrir þvi
þykir rétt að birta liér tillögur þær, sem vitamálanefnd skipstjórafélags-
ins »Öldunnar« i Reykjavik liefir samið og sent vitamálastjóra mcð bréfi
<lags. 8. apríl 1918. Bréíið er á þessa leið:|
»Samkvæmt fundarsamþykt i skipstjórafélaginu »Aldan«
p. 6. febr. þ. á. var stjórn nefnds félags falið að birtayður
þær breytingar, sem það telur nauðsynlegar, á frumvarpi
því, sem þér haflð samið um vitabyggingar; og enn frem-
ur þær breytingar, sem það telur sjálfsagðar á nokkrum
þeim vitum, sem þegar eru bygðir og samþykt er, að
bygðir verði.
Félagið heflr mjög gaumgæfilega gengið frá þessum til-
lögum sinum og varið til þess miklum tima.
Sjö íimm-manna-nefndir vóru kosnar til þess að athuga
tiltekin svæði af allri strandlengjunni, og var hver þeirra
þannig skipuð, að ugglaust var að treysta lillögum þeirra.
Pessar sjö nefndir lögðu svo fram skýrslur sinar og til-
iögur, sem svo vóru afhentar hinni föstu vitamálanefnd
félagsins.
Upp úr þessum sjö nefndarálitum samdi svo hin fasta
vitamálanefnd þær tillögur og breytingar — ásamt með-
fylgjandi alhugasemdum — sem hér fara á eftir.
1. Breyting á »Frumvarpi til laga um vitabyggingar.
2. Tillögur um bygging nýrra vita og sjómerkja.
3. Endurbætur á gömlum vitum, og þeim, sem búið er
að veila fé til, að bygðir verði.
Andvari XLIV. 9