Andvari - 01.01.1919, Qupperneq 152
132
Vitakerfi íslands
[Andvari.
ólfsgrunn og Fyllugrunn er lífsnauðsyn, svo framar-
lega, sem hann á að verða að nokkru liði.
Að viti þessi, þótt innfjarða sé, væri gæzlulaus,
teljum vér hina mestu óhæfu, því að hér má ekkert
út af bera, frekara en um aðalvita.
1. b) Höfði á Raufarhöfn og Svínalœkjartangi: Vitar
á báðum þessum stöðum, eru í frumvarpinu taldir
með stærri vituxn, Þetta teljum vér hinn mesta ó-
þarfa, einkum um vitann á Svínalækjartanga, sem
allur verður inn í Ijóshring vitans á Langanesi, þeg-
ar þar er kominn viðunanlegur viti, og eins vitans
á Grenjanesi. Eins skal líka á það bent, að ekki þarf
annað, en líta á alla staðliætti, í korti því, sem fylgir
frumvarpinu, að stórir vitar á báðum þessum stöðum
eru bersýnilega óþarfir.
1. c) Skipshólmsviti i Vopnafirði: Frumvarpið gerir
ráð fyrir stærri vita á Kolbeinstanga í sama firði. Þessir
tveir staðir eru, eins og allir vita, svo að segja hvor hjá
öðrum og lítum vér því svo á, að það geti ekki kom-
ið til nokkurra mála, að þarna sé bygðir tveir vitar
hver ofan í öðrum. Viti á Kolbeinstanga, sem sýnir
hættuhorn yfir Miðfjarðarboða, Styrbjarnargrunn og
Mikaelsboða, hlýtur í alla staði að fullnægja innsigl-
ingunni til Vopnafjarðarkaupstaðar; á því getur eng-
inn vafi leikið þegar allra staðhátta er gætt.
1. d) Kambanes-, Hvalsnes- og Strœtishornsviti:
Frumvarpið gerir ráð fyrir, að á öllum þessum stöð-
um verði bygðir stórir vitar. Vér lítum aftur svo á,
að þess þurfi ekki, en leggium til, að þar verði að
eins bygðir minni vitar. Um vitana á Kambanesi og
Strætishorni við Breiðdalsvik skal það tekið fram,
að beggja megin við þá er svo ráð fyrir gert í frum-
varpinu, að komi tveir stórvitar, annar á Seley, sem