Andvari - 01.01.1919, Síða 155
Andvari.l
Vitakerfi íslands
135
kjörinn fyrir þenna vita, er Þórðarhöfði, en skyldi
hann við nánari rannsókn verða ofhár, þá Iíögur-
nöf. Hvor þessara staða, sem notaður yrði, þá ætl-
umst vér til, að viti þessi verði þannig gerður, að
hann sýni hvítt ljós á innsiglingunni inn og út fjörð-
inn, en hættuljós yfir grunnin utan og innan við
Ðrangey.
1. g) Þessi tillaga vor um það, að bygging aðal-
vita og landtökuvita sé látin ganga fyrir bygging
stærri vitanna, er fram komin vegna þess, að vér
lítum svo á, sem aðalatriðið sé það, þegar um vit-
un allrar strandlengjunnar er að ræða, að fyrst sé
gengið vel frá öllum aðalvitum og útvitum, eða stærri
vitunum, áður en farið er að byggja flesta af þeim
smávitum, sem standa í frumvarpinu. Bygging þeirra
álítum vér aukaatriði, borið saman við aðalvitana,
þótt flestir af þeim sé bæði sjálfsagðir og nauðsyn-
legir hinum einstöku liöfnum og vikum, þegar inn
er komið. Öðru máli er að gegna um alla aðalvita
og útvita; þeir eru leiðarljós og vörður allra siglinga
á feiknastóru svæði, og nrynda nokkurskonar þjóð-
'braut fyrir öllu landinu. Það er því ekki saman að
jafna: nauðsyninni á útvitum og einhverjum smávita,
t. d. inst í fjarðarbotni.
Bað er síður en svo, að vér viljum draga úr því
með þessari tillögu vorri, að þessir minni vitar verði
bjfgðir á sínum tíma, en vér viljurn helzt engan
þeirra bygðan, fyrr en lögð er þjóðbraut fyrir sigling-
ar vorar kring um land alt, en það gerum vér með
því að byggja fyrst llesta af þeim stærri vitum, sem
vér liöfum gert að tillögu vorri, að við yrði bætt.
1. h) Þokulúðrastöðvar: Frumvarpið gerir ráð fyrir
stöðvum í Seley, Papey, Reykjanesi og Gróltu. Á