Andvari - 01.01.1919, Qupperneq 156
136
Vitakeríi íslands
[AndvarlL
þessu viljum vér gera þá brej'tingu, að slept sé stöðv-
unum í Gróttu og Papey, en stöðvar setlar á Stokka-
nes, Siglunes, Langanes og Hrísey.
Alment mun það víst vera álitið svo, að það só
mjög óheppilegt að hafa þokubendingastöð á þeim
stað, þar sem mikið er af blindskerjum og boðum
alt í kring, — þar sem því er svo varið með allar
hljóðbendingar, að mjög er varasamt að byggja nokk-
uð á þeirri fjarlægð, sem maður hyggur, að hljóðið
sé í. — Nú er því svo varið um Papey, að um hana
lykja boðar og sker svo að segja á alla vegu og
sumstaðar mjög langt út, en af því teljum vér það
mjög athugavert, að þar sé sett þokurlúðurstöð. —
Stokkanes teljum vér miklu betur til þess fallið að
vera þokubendingastöð, en Papey, sökum þess, að
þar er hreint og hætlulaust svo að segja upp að
landsteinum. Yér leggjum því eindregið til, að þoku-
lúðurstöð sé svo íljólt sem auðið er, sett á Stokka-
nesi, því að eins og kunnugt er, eru þokur hér við
land livergi jafntíðar sem á þessu svæði, en sigling-
ar miklar fyrir Vesturhorn.
Um Gróttu er það að segja, að þótt sigling sé mikit
fram hjá þessum vita, þá eru þokur hér svo afar-
sjaldgæfar, að oss virðist ekki nein brýn þörf á, að
þar sé að svo stöddu bygð þokulúðurstöð.
Verði nú frá því fallið að setja stöð á Gróltu, þá
aukast stöðvarnar um þrjár, frá því, sem ráð er fyrir
gert í frumvarpinu. Af þessum þremur stöðvum telj-
um vér þýðingamesta Hrisey og Siglunes. — Hversu
lengi það á að dragast, áður en enn tleiri stórslys
og tafir verða af því, að á hvorugum slaðnum eru
þessi áhöld, vitum vér ekki, en vansalaust er það
ekki, ef það verður enn látið dragast um einhvern