Andvari - 01.01.1919, Side 159
.Andvari].
Vilakcrfl íslands
139
Þessir miklu skiptapar um þessar slóðir stafa auð-
’vitað fyrst og fremst af því, að öll þau skip, sem að
4itan koma og ætla vestur um land, eiga leið fram
fajá þessum stöðvum. Skipin eru því mörg, sem
•«iga leið fram hjá þessum stöðvum. Skipin eru því
mörg, sem þarna eiga leið um, og skal einkum bent
á allan hinn milcla fiskiílota að vetrinum til, sem
þar er á sveimi aftur og fram. Hann skiftir, eins og
kunnugt er, hundruðum skipa. Nú er alkunna, að
aðal-landtökuviti þessara skipa er vitinn á Dyrhóla-
ey, sem enn er smáviti með mjög litlu Ijósmagni og
gæzlulaus. Á honum er því sama sem ekkert að
byggja þegar dimmviðri og myrkur er, því að þess-
ar sjálflýsandi leifturtýrur hafa þá svo lítið ljósmagn,
að það er ekki við því að búast, að þær sjáist neitt.
Þegar svona er ástatt um þenna eina vita, þá er ekki
að furða, þótt siglingamenn þrái skýran og góðan
vita settan á Mýratanga. Það er því tillaga vor, að
Mýratangavitinn verði einn af þeim fyrstu vitum,
sem bygður sé, þegar að því kemur, að byrjað verð-
ur á því að vita eitthvað af strandlengjunni.
2. b) Viti í Hjörsey á Mýrum: Tillaga vor um það,
að bygður sé viti á Hjörsey, er fram komin vegna
þess, að oss þykir ekki nema að hálfu trygð hin af-
ar-fjölmenna siglingaleið um Faxaflóa, þótt bygður
sé viti á Akranesi, ef það verður dregið á langinn
að byggja annan vita i Hjörsey. Vér gerum ekki ráð
fyrir, að þess þurfi með að fara að lýsa hinni ili-
ræmdu og alþektu Mýrabugt; hún ætti að vera öll-
um svo kunn, einkum þeim, er siglingar stunda, að
þeim mun engin vanþörf þykja á því, að viti sé
settur á Hjörsey, sem lýsi þannig, að óhætt sé að
'treysta því, að til hans sjáist, áður en komið er að